Skattalækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2014 13:47 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Reiknað er með skattalækkunum í fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti fyrir þingflokki Sjálfstæðismanna í gær. Þingflokksformaður flokksins segir náttúruverndarlög verða eitt af stóru málum næsta vetrar. Þá njóti inninríkisráðherra óskipts stuðnings þingflokksins þótt lekamálið sé ráðherranum og flokknum öllum erfitt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í allan gærdag og í morgun í Vestmannaeyjum til að fara yfir stóru málin fyrir komandi haustþing sem sett verður hinn 9. september. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður segir þingflokkinn hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti, rætt sjávarútvegsmál, málefni Íbúðalánasjóðs og landbúnaðarmál. Þá eigi eftir að afgreiða náttúruverndarlög og skoða þurfi rammaáætlun. „Mestu máli skiptir að vera áfram með hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisbúskapnum. Það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Ragnheiður. Að því leiti sé svipaður tónn í fjárlagafrumvarpinu og var á síðasta ári. Ráðuneyti þurfi áfram að hagræða hjá sér en ekki sé farið fram á beinan niðurskurð. Fjárlagafrumvarpið feli í sér fyrirheit um skattalækkanir meðal annars með breytingum á virðisaukaskattskerfinu, en þar hafa verið deildar meiningar á milli stjórnarflokkanna. Stendur enn þá til að hækka neðra þrepið í virðisaukaskatti á matvæli? „Menn eru að reyna að ná sátt um það með hvaða hætti við breytum virðisaukaskattskerfinu og fækkum undanþágum. Því verkefni verður einfaldlega lokið fyrir þann tíma sem því þarf að vera lokið,“ segir Ragnheiður. Þá sé til umræðu að lækka tekjuskattinn enn frekar eins og Sjálfstæðismenn hafi boðað. Málefni innanríkisráðherra komu einnig til umræðu á þingflokksfundinum. „Innanríkisráðherra gerði okkur grein fyrir stöðu mála eins og ráðherranum er unnt. Það voru umræður og fyrirspurnir þar að lútandi. Eins og allir vita þá er þetta grafalvarlegt mál og engum auðvelt. Hvorki þeim sem verið hefur ákærður, allra síst, né innanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokknum í heild sinni,“ segir Ragnheiður. Er þingflokkurinn einhuga að baki ráðherra eða eru skiptar skoðanir innan þingflokksins? „Ráðherrann hefur stuðning þingflokksins. Hún situr í umboði þingflokksins og hefur stuðning þingflokksins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Lekamálið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Reiknað er með skattalækkunum í fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti fyrir þingflokki Sjálfstæðismanna í gær. Þingflokksformaður flokksins segir náttúruverndarlög verða eitt af stóru málum næsta vetrar. Þá njóti inninríkisráðherra óskipts stuðnings þingflokksins þótt lekamálið sé ráðherranum og flokknum öllum erfitt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í allan gærdag og í morgun í Vestmannaeyjum til að fara yfir stóru málin fyrir komandi haustþing sem sett verður hinn 9. september. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður segir þingflokkinn hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti, rætt sjávarútvegsmál, málefni Íbúðalánasjóðs og landbúnaðarmál. Þá eigi eftir að afgreiða náttúruverndarlög og skoða þurfi rammaáætlun. „Mestu máli skiptir að vera áfram með hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisbúskapnum. Það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Ragnheiður. Að því leiti sé svipaður tónn í fjárlagafrumvarpinu og var á síðasta ári. Ráðuneyti þurfi áfram að hagræða hjá sér en ekki sé farið fram á beinan niðurskurð. Fjárlagafrumvarpið feli í sér fyrirheit um skattalækkanir meðal annars með breytingum á virðisaukaskattskerfinu, en þar hafa verið deildar meiningar á milli stjórnarflokkanna. Stendur enn þá til að hækka neðra þrepið í virðisaukaskatti á matvæli? „Menn eru að reyna að ná sátt um það með hvaða hætti við breytum virðisaukaskattskerfinu og fækkum undanþágum. Því verkefni verður einfaldlega lokið fyrir þann tíma sem því þarf að vera lokið,“ segir Ragnheiður. Þá sé til umræðu að lækka tekjuskattinn enn frekar eins og Sjálfstæðismenn hafi boðað. Málefni innanríkisráðherra komu einnig til umræðu á þingflokksfundinum. „Innanríkisráðherra gerði okkur grein fyrir stöðu mála eins og ráðherranum er unnt. Það voru umræður og fyrirspurnir þar að lútandi. Eins og allir vita þá er þetta grafalvarlegt mál og engum auðvelt. Hvorki þeim sem verið hefur ákærður, allra síst, né innanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokknum í heild sinni,“ segir Ragnheiður. Er þingflokkurinn einhuga að baki ráðherra eða eru skiptar skoðanir innan þingflokksins? „Ráðherrann hefur stuðning þingflokksins. Hún situr í umboði þingflokksins og hefur stuðning þingflokksins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Lekamálið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira