Peterson segist ekki vera barnaníðingur 16. september 2014 13:30 Adrian Peterson. vísir/getty Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. Peterson spilaði ekki með Minnesota Vikings um helgina vegna málsins en hann hefur verið kærður fyrir barnaníð enda sást á syninum unga. Hann mun þó spila um næstu helgi ef að líkum lætur. Hlauparinn öflugi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki vera fullkominn en þrátt fyrir það sé hann enginn barnaníðingur. „Ég bjóst aldrei við því að vera í þeirri stöðu að heimurinn efaðist um hæfileika mína sem foreldri eða teldi mig vera barnaníðing. Ég ætlaði mér aldrei að meiða son minn," segir Peterson meðal annars í yfirlýsingunni og heldur áfram. „Ég þarf að lifa með þeirri staðreynd að ég agaði son minn eins og ég var agaður er ég var barn. Hann meiddi sig mun meira en til stóð. Ég veit að margir eru mótfallnir mínum aðferðum til þess að aga barn og ég veit líka, eftir að hafa hitt sálfræðing, að það eru til fleiri aðferðir til þess að aga börn. „Ég hef lært mikið af þessu og þarf að endurskoða mínar aðgerðir. Ég mun læra af mistökunum og reyna að verða betra foreldri. Ég er ekki fullkominn sonur, eiginmaður né foreldri en ég er alls enginn barnaníðingur." Yfirlýsing Peterson hefur verið talsvert gagnrýnd enda biðst hann ekki afsökunar á hegðun sinni og þar kemur einnig fram að hún sé skrifuð að beiðni lögfræðings hans. Í gærkvöld komu svo fram nýjar ásakanir sem eiga að vera um ársgamlar. Þá meiddist sonurinn á höfði og Peterson er sagður eiga sökina. Það mál mun skýrast betur á næstu dögum. NFL Tengdar fréttir Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. Peterson spilaði ekki með Minnesota Vikings um helgina vegna málsins en hann hefur verið kærður fyrir barnaníð enda sást á syninum unga. Hann mun þó spila um næstu helgi ef að líkum lætur. Hlauparinn öflugi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki vera fullkominn en þrátt fyrir það sé hann enginn barnaníðingur. „Ég bjóst aldrei við því að vera í þeirri stöðu að heimurinn efaðist um hæfileika mína sem foreldri eða teldi mig vera barnaníðing. Ég ætlaði mér aldrei að meiða son minn," segir Peterson meðal annars í yfirlýsingunni og heldur áfram. „Ég þarf að lifa með þeirri staðreynd að ég agaði son minn eins og ég var agaður er ég var barn. Hann meiddi sig mun meira en til stóð. Ég veit að margir eru mótfallnir mínum aðferðum til þess að aga barn og ég veit líka, eftir að hafa hitt sálfræðing, að það eru til fleiri aðferðir til þess að aga börn. „Ég hef lært mikið af þessu og þarf að endurskoða mínar aðgerðir. Ég mun læra af mistökunum og reyna að verða betra foreldri. Ég er ekki fullkominn sonur, eiginmaður né foreldri en ég er alls enginn barnaníðingur." Yfirlýsing Peterson hefur verið talsvert gagnrýnd enda biðst hann ekki afsökunar á hegðun sinni og þar kemur einnig fram að hún sé skrifuð að beiðni lögfræðings hans. Í gærkvöld komu svo fram nýjar ásakanir sem eiga að vera um ársgamlar. Þá meiddist sonurinn á höfði og Peterson er sagður eiga sökina. Það mál mun skýrast betur á næstu dögum.
NFL Tengdar fréttir Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30