Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 20:00 Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04
Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22
Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52