Japanska sundsambandið hefur rekið einn af sundmönnum sínum af Asíuleikunum fyrir að stela myndavél.
Naoya Tomita er grunaður um að hafa stolið myndavél í eigu suður-kóreskra fjölmiðla en Tomita átti titil að verja í 200 metra bringusundi frá fyrri Asíuleikum.
Sást til Tomita setja myndavélina í poka í eftirlitsmyndavélakerfi á fimmtudaginn og hefur hann viðurkennt brot sitt.
Tomita þarf að greiða sjálfur fyrir flugferðina heim frá Suður-Kóreu en hann hafði keppt í 100 metra bringusundi á leikunum þar sem hann hafnaði í fjórða sæti.
Japanskur sundmaður rekinn af Asíuleikunum fyrir þjófnað
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

