Valur og Keflavík mætast í úrslitum Lengjubikarsins | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2014 22:55 Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Þar mættust annars vegar Valur og Íslandsmeistarar Snæfells og hins vegar Keflavík og Haukar.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Valskonur náðu þó fljótlega áttum og þær leiddu með þremur stigum, 27-24, eftir fyrsta leikhluta. Valur hélt uppteknum hætti framan af öðrum leikhluta, en liðið náði tvívegis níu stiga forystu. Snæfellskonur vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn, en staðan var 42-41, Val í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var jöfn, 64-64. Áfram var jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Valskonur sigu fram úr undir lokin og munaði þar miklu um framlag Joannu Harden sem skoraði alls 36 stig í leiknum. Lokatölur voru 84-80, Val í vil. Harden var stigahæst í liði Vals, en Ragna MargrétBrynjarsdóttir kom næst með 16 stig, auk þess sem hún tók níu fráköst.Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Íslandsmeistranna með 34 stig og 13 fráköst. Ellefu af 34 stigum McCarthy komu af vítalínunni, en hún hitti aðeins úr 30% af tveggja stiga skotum sínum í leiknum.Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 16 stig. HildurSigurðardóttir gældi við þrefalda tvennu (12-7-8), en líkt og McCarthy var hún í vandræðum með að hitta utan af velli. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta í seinni leik kvöldsins, 16-17, en Keflavíkurkonur voru öflugari í öðrum leikhluta sem þær unnu með níu stigum. Keflavík leiddi í hálfleik, 44-36. Haukakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og náðu forystunni, 44-45. Keflvíkurkonur tóku þó fljótlega við sér og komust átta stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 55-47. Hafnarfjarðarliðið endaði leikhlutann betur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 61-57, Keflavík í vil. Suðurnesjastúlkur tóku völdin í sínar hendur í upphafi fjórða leikhluta og náðu góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. Keflavík vann að lokum með níu stigum, 94-83.Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík; skoraði 26 stig, tók átta stig og gaf fimm stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.Lele Hardy var einu sinni sem oftar atkvæðamest í liði Hauka með 38 stig, 16 fráköst og fimm stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir skoraði tíu stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og varði þrjú skot. Úrslitaleikurinn verður í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn.Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:Valur-Snæfell 84-80 (27-24, 15-17, 22-23, 20-16)Valur: Joanna Harden 36/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/5 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn HrafnkelssonKeflavík-Haukar 94-83 (16-17, 28-19, 17-21, 33-26)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar: LeLe Hardy 38/16 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Inga Rún Svansdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir JenssonKristrún Sigurjónsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eigast við í leik Vals og Snæfells.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Þar mættust annars vegar Valur og Íslandsmeistarar Snæfells og hins vegar Keflavík og Haukar.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Valskonur náðu þó fljótlega áttum og þær leiddu með þremur stigum, 27-24, eftir fyrsta leikhluta. Valur hélt uppteknum hætti framan af öðrum leikhluta, en liðið náði tvívegis níu stiga forystu. Snæfellskonur vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn, en staðan var 42-41, Val í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var jöfn, 64-64. Áfram var jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Valskonur sigu fram úr undir lokin og munaði þar miklu um framlag Joannu Harden sem skoraði alls 36 stig í leiknum. Lokatölur voru 84-80, Val í vil. Harden var stigahæst í liði Vals, en Ragna MargrétBrynjarsdóttir kom næst með 16 stig, auk þess sem hún tók níu fráköst.Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Íslandsmeistranna með 34 stig og 13 fráköst. Ellefu af 34 stigum McCarthy komu af vítalínunni, en hún hitti aðeins úr 30% af tveggja stiga skotum sínum í leiknum.Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 16 stig. HildurSigurðardóttir gældi við þrefalda tvennu (12-7-8), en líkt og McCarthy var hún í vandræðum með að hitta utan af velli. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta í seinni leik kvöldsins, 16-17, en Keflavíkurkonur voru öflugari í öðrum leikhluta sem þær unnu með níu stigum. Keflavík leiddi í hálfleik, 44-36. Haukakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og náðu forystunni, 44-45. Keflvíkurkonur tóku þó fljótlega við sér og komust átta stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 55-47. Hafnarfjarðarliðið endaði leikhlutann betur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 61-57, Keflavík í vil. Suðurnesjastúlkur tóku völdin í sínar hendur í upphafi fjórða leikhluta og náðu góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. Keflavík vann að lokum með níu stigum, 94-83.Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík; skoraði 26 stig, tók átta stig og gaf fimm stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.Lele Hardy var einu sinni sem oftar atkvæðamest í liði Hauka með 38 stig, 16 fráköst og fimm stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir skoraði tíu stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og varði þrjú skot. Úrslitaleikurinn verður í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn.Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:Valur-Snæfell 84-80 (27-24, 15-17, 22-23, 20-16)Valur: Joanna Harden 36/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/5 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn HrafnkelssonKeflavík-Haukar 94-83 (16-17, 28-19, 17-21, 33-26)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar: LeLe Hardy 38/16 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Inga Rún Svansdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir JenssonKristrún Sigurjónsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eigast við í leik Vals og Snæfells.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira