Lars: Auðvelt að halda að við séum betri en við erum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ríga skrifar 10. október 2014 07:00 Lars og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátir á blaðamannafundi í gær. Vísir/Valli Ísland mætir Lettlandi í Riga í kvöld en á blaðamannafundi landsliðsins sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfaranna, að hann hefði ekki orðið var við vanmat í íslenska leikmannahópnum. Landsliðið vann í síðasta mánuði frábæran 3-0 sigur á Tyrkjum og mætir í kvöld lemstruðu liði Lettlands sem er talsvert lægra skrifað á styrkleikalista FIFA. „Það er oft erfitt að takast á við væntingarnar, bæði hjá leikmönnum og aðilum sem standa utan liðsins,“ sagði Lagerbäck á fundinum í gær. „Væntingar aukast með velgengninni og þá er auðvelt að halda að við séum betri en við erum.“ Lagerbäck er minnugur þess að íslenska liðið átti slæma leiki í síðustu undankeppni og hefur ítrekað verið rætt um tapleikinn í Kýpur sem kom nokkrum dögum eftir góðan sigur á Noregi. „Þetta verður því prófraun fyrir okkur – að sýna að við getum átt tvo góða leiki í röð.“ Hér fyrir ofan er gengi liðsins undir hans stjórn í næsta alvöru leik eftir sigur. Lagerbäck hefur áður haft orð á því að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá besti sem hann hafi upplifað á sínum 37 ára þjálfaraferli. „Þetta er það sem mér finnst svo athyglisvert við fótbolta – að reyna að komast að því hvað það var sem olli því að liðið small svona vel saman. Og af hverju það ætti ekki að geta gert það í hverjum leik.“ En hann ítrekar að einbeiting og þolinmæði séu lykilatriði. „Við ætlum okkur til Frakklands en til þess þurfum við að klára níu leiki til viðbótar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ísland mætir Lettlandi í Riga í kvöld en á blaðamannafundi landsliðsins sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfaranna, að hann hefði ekki orðið var við vanmat í íslenska leikmannahópnum. Landsliðið vann í síðasta mánuði frábæran 3-0 sigur á Tyrkjum og mætir í kvöld lemstruðu liði Lettlands sem er talsvert lægra skrifað á styrkleikalista FIFA. „Það er oft erfitt að takast á við væntingarnar, bæði hjá leikmönnum og aðilum sem standa utan liðsins,“ sagði Lagerbäck á fundinum í gær. „Væntingar aukast með velgengninni og þá er auðvelt að halda að við séum betri en við erum.“ Lagerbäck er minnugur þess að íslenska liðið átti slæma leiki í síðustu undankeppni og hefur ítrekað verið rætt um tapleikinn í Kýpur sem kom nokkrum dögum eftir góðan sigur á Noregi. „Þetta verður því prófraun fyrir okkur – að sýna að við getum átt tvo góða leiki í röð.“ Hér fyrir ofan er gengi liðsins undir hans stjórn í næsta alvöru leik eftir sigur. Lagerbäck hefur áður haft orð á því að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá besti sem hann hafi upplifað á sínum 37 ára þjálfaraferli. „Þetta er það sem mér finnst svo athyglisvert við fótbolta – að reyna að komast að því hvað það var sem olli því að liðið small svona vel saman. Og af hverju það ætti ekki að geta gert það í hverjum leik.“ En hann ítrekar að einbeiting og þolinmæði séu lykilatriði. „Við ætlum okkur til Frakklands en til þess þurfum við að klára níu leiki til viðbótar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira