Alltaf haft það á tilfinningunni að þeir séu ánægðir með mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ríga skrifar 10. október 2014 06:00 Jón Daði á æfingu með landsliðinu. Vísir/Valli Jón Daði Böðvarsson gerði sér manna best grein fyrir því, þegar byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði var kynnt, að flestir myndu staldra við nafn hans. Þessi 22 ára Selfyssingur á ekki langan landsliðsferil að baki og hafði aðeins komið við sögu í þremur vináttulandsleikjum áður en stóra tækifærið kom gegn Tyrkjum. Jón Daði nýtti tækifærið til hins ýtrasta, átti stórleik og skoraði fyrsta markið í mögnuðum 3-0 sigri Íslands. „Þetta hefur verið litríkt og skemmtilegt,“ sagði Jón Daði við Fréttablaðið á hóteli landsliðsins í Ríga í gær. Jón Daði og félagar hans verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Lettlandi á Skonto-leikvanginum. Miðað við frammistöðu Jóns Daða er erfitt að taka hann út úr byrjunarliðinu, þó svo að Alfreð Finnbogason sé nú kominn til baka eftir sín meiðsli. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar] séu ánægðir með mig. Þeir sýndu mér mikið traust með því að gefa mér tækifæri gegn Tyrkjum og það var frábært að finna fyrir því.“Enginn í fýlu í landsliðinu Jón Daði var einnig ánægður með að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég skynjaði það alveg að ég væri ekki þekktasti maðurinn í liðinu og bjóst við að einhverjir myndu ekki þekkja nafnið mitt. Það var því frábært að ná að sýna þeim að maður er góður í fótbolta og ekki langt frá hinum í liðinu. Það verður ekki stærra hjá manni en að spila með A-landsliðinu og það var skemmtilegt að koma inn í það umhverfi sem óþekkt andlit.“ Hann sagðist ekki vita hvort hann væri í byrjunarliðinu í kvöld en að hann myndi taka við því hlutverki sem honum yrði úthlutað. „Það fer enginn í fýlu í þessum hópi. Þetta er það flott teymi og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum hér sem fulltrúar okkar þjóðar. Hver og einn gerir það sem ætlast er til af honum.“Lengi að finna rétta stöðu Jón Daði spilaði með uppeldisfélaginu á Selfossi alla tíð, þar til hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Viking í ársbyrjun 2013. Hann segir að þar hafi hann loksins fundið sína rétta stöðu á knattspyrnuvellinum. „Það hefur gengið illa að finna hvaða staða hentar mér best. Ég hef gegnt ýmsum hlutverkum; spilað úti á kanti, á miðjunni og sem sóknartengiliður. En ég lít á mig sem hreinræktaða „níu“, að spila sem fremsti sóknarmaður,“ segir hann. „Ég hef hraða og er góður í að koma mér á bak við varnarlínuna og ná þannig að ógna markinu. Ég tel mig þó geta bætt mig enn meira sem framherji og unnið í ýmsum þáttum sem gerir mig að enn betri leikmanni.“ Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson náðu mjög vel saman í áðurnefndum leik gegn Tyrkjum og sá fyrrnefndi segir það frábært að spila með sóknarmann eins og Kolbein sér við hlið. „Við erum ólíkir leikmenn. Hann er virkilega góður í að halda boltanum og er sterkur í teignum. Ég er aðeins meira léttleikandi og er úti um allt. Fyrir leikinn fórum við mjög vel yfir hvað við ætluðum að gera og náðum að fylgja því eftir. Vonandi verður framhald á því.“Leikur Lettlands og Íslands hefst á Skonto-leikvanginum klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson gerði sér manna best grein fyrir því, þegar byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði var kynnt, að flestir myndu staldra við nafn hans. Þessi 22 ára Selfyssingur á ekki langan landsliðsferil að baki og hafði aðeins komið við sögu í þremur vináttulandsleikjum áður en stóra tækifærið kom gegn Tyrkjum. Jón Daði nýtti tækifærið til hins ýtrasta, átti stórleik og skoraði fyrsta markið í mögnuðum 3-0 sigri Íslands. „Þetta hefur verið litríkt og skemmtilegt,“ sagði Jón Daði við Fréttablaðið á hóteli landsliðsins í Ríga í gær. Jón Daði og félagar hans verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Lettlandi á Skonto-leikvanginum. Miðað við frammistöðu Jóns Daða er erfitt að taka hann út úr byrjunarliðinu, þó svo að Alfreð Finnbogason sé nú kominn til baka eftir sín meiðsli. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar] séu ánægðir með mig. Þeir sýndu mér mikið traust með því að gefa mér tækifæri gegn Tyrkjum og það var frábært að finna fyrir því.“Enginn í fýlu í landsliðinu Jón Daði var einnig ánægður með að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég skynjaði það alveg að ég væri ekki þekktasti maðurinn í liðinu og bjóst við að einhverjir myndu ekki þekkja nafnið mitt. Það var því frábært að ná að sýna þeim að maður er góður í fótbolta og ekki langt frá hinum í liðinu. Það verður ekki stærra hjá manni en að spila með A-landsliðinu og það var skemmtilegt að koma inn í það umhverfi sem óþekkt andlit.“ Hann sagðist ekki vita hvort hann væri í byrjunarliðinu í kvöld en að hann myndi taka við því hlutverki sem honum yrði úthlutað. „Það fer enginn í fýlu í þessum hópi. Þetta er það flott teymi og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum hér sem fulltrúar okkar þjóðar. Hver og einn gerir það sem ætlast er til af honum.“Lengi að finna rétta stöðu Jón Daði spilaði með uppeldisfélaginu á Selfossi alla tíð, þar til hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Viking í ársbyrjun 2013. Hann segir að þar hafi hann loksins fundið sína rétta stöðu á knattspyrnuvellinum. „Það hefur gengið illa að finna hvaða staða hentar mér best. Ég hef gegnt ýmsum hlutverkum; spilað úti á kanti, á miðjunni og sem sóknartengiliður. En ég lít á mig sem hreinræktaða „níu“, að spila sem fremsti sóknarmaður,“ segir hann. „Ég hef hraða og er góður í að koma mér á bak við varnarlínuna og ná þannig að ógna markinu. Ég tel mig þó geta bætt mig enn meira sem framherji og unnið í ýmsum þáttum sem gerir mig að enn betri leikmanni.“ Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson náðu mjög vel saman í áðurnefndum leik gegn Tyrkjum og sá fyrrnefndi segir það frábært að spila með sóknarmann eins og Kolbein sér við hlið. „Við erum ólíkir leikmenn. Hann er virkilega góður í að halda boltanum og er sterkur í teignum. Ég er aðeins meira léttleikandi og er úti um allt. Fyrir leikinn fórum við mjög vel yfir hvað við ætluðum að gera og náðum að fylgja því eftir. Vonandi verður framhald á því.“Leikur Lettlands og Íslands hefst á Skonto-leikvanginum klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira