Ísland fyrirheitna land múslima Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 11:26 Drangarnir suður á söndum er sem Allah sjálfur hafi skrifað nafn sitt í náttúru Íslands, segir Sverrir Agnarsson. Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir. Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir.
Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira