„Íslenska landsliðið stóð sig með stakri prýði í Laugardalnum í gær en það gerðu gestirnir einnig,“ segir í Fésbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að ánægjuefni sé að hægt sé að halda mannfagnað án þess að lagt sé ólöglega.
Einn fylgjenda lögreglunnar á Facebook spyr hvort viðkomandi bíll hafi ekki örugglega verið á hollenskum númerum. Lögreglan hefur ekki svarað þeirri spurningu enn sem komið er.
Uppfært klukkan 15:50
Bílastæðasjóður greinir frá því að sex sektir hafi verið skrifaðar vegna ólöglegra lagða bifreiða á landsleiknum í gær.