Roger Federer vann Gilles Simon á Shanghæ meistaramótinu sem fram fór í Kína í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem Federer vinnur þetta mót.
Federer, sem er í þriðja sæti heimslistans, vann 7-6 (8-6) og 7-6 (7-2), en Gilles Simon er Frakki er í 29. sæti heimslistans.
„Það er unun að vinna stærsta mótið í Asíu," sagði Federer, en hann tapaði í úrslitaleik á sama móti árið 2010 gegn Bretanum Andy Murray.
„Ég var heppinn í fyrstu umferð keppninnar, en ég náði að bjarga mér. Þetta hefur verið draumavika," bætti Federer við glaður í bragði.
Federer vann í Kína
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
