Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 10. október 2014 21:53 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði eftir 3-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld að heimamenn hafi verið grimmari en hann bjóst við fyrirfram. Hann segir að þeir hafi verið heppnir að hafa sloppið við frekari meiðsli leikmanna en raunin varð. „Þeir spiluðu fastar en við bjuggumst við og við teljum okkur heppna að komast óskaddaðir frá þessum leik, þó svo að einhverjir séu eitthvað lemstraðir. Margar af þessum tæklingum hefðu vel getað orðið til þess að við hefðum þurft að kalla inn nýja leikmenn fyrir næsta leik.“ „Við erum í fyrsta lagi afar ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk á móti þeim. Það var smá heppni að þeir misstu mann út af en við erum ákaflega ánægðir með að haldið hreinu í tveimur leikjum.“ Hann segir að leikmennirnir hafi ekki verið að gera það sem þjálfararnir báðu þá um að gera í fyrri hálfleik. „Þeir voru mikið að spila stutt og þá gerist lítið þegar verið að spila gegn varnarmúr. Það verður að brjóta leikinn betur upp en svo. Það sást svo mikill munur á sóknarleiknum okkar í seinni hálfleik og enn betur eftir að þeir urðu manni færri.“ „Ef við hefðum spilað eins í síðari hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þetta hefði getað farið mun verra enda fengu þeir færi sem þeir hefðu getað nýtt sér. Þetta lið á eftir að taka stig í þessum riðli, sérstaklega á þessum velli.“ „Nú fáum við Hollendinga næst og það er virkilega þægilegt að vera komnir með sex stig og þurfa ekki að vinna þann leik. Við getum farið rólegir í þann leik. Við verðum með 0-0 stöðu í upphafi og við viljum halda henni sem lengst. Þá er alltaf möguleiki á að stela sigri í þeim leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði eftir 3-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld að heimamenn hafi verið grimmari en hann bjóst við fyrirfram. Hann segir að þeir hafi verið heppnir að hafa sloppið við frekari meiðsli leikmanna en raunin varð. „Þeir spiluðu fastar en við bjuggumst við og við teljum okkur heppna að komast óskaddaðir frá þessum leik, þó svo að einhverjir séu eitthvað lemstraðir. Margar af þessum tæklingum hefðu vel getað orðið til þess að við hefðum þurft að kalla inn nýja leikmenn fyrir næsta leik.“ „Við erum í fyrsta lagi afar ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk á móti þeim. Það var smá heppni að þeir misstu mann út af en við erum ákaflega ánægðir með að haldið hreinu í tveimur leikjum.“ Hann segir að leikmennirnir hafi ekki verið að gera það sem þjálfararnir báðu þá um að gera í fyrri hálfleik. „Þeir voru mikið að spila stutt og þá gerist lítið þegar verið að spila gegn varnarmúr. Það verður að brjóta leikinn betur upp en svo. Það sást svo mikill munur á sóknarleiknum okkar í seinni hálfleik og enn betur eftir að þeir urðu manni færri.“ „Ef við hefðum spilað eins í síðari hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þetta hefði getað farið mun verra enda fengu þeir færi sem þeir hefðu getað nýtt sér. Þetta lið á eftir að taka stig í þessum riðli, sérstaklega á þessum velli.“ „Nú fáum við Hollendinga næst og það er virkilega þægilegt að vera komnir með sex stig og þurfa ekki að vinna þann leik. Við getum farið rólegir í þann leik. Við verðum með 0-0 stöðu í upphafi og við viljum halda henni sem lengst. Þá er alltaf möguleiki á að stela sigri í þeim leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29
Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30