Fótbolti

Hallgrímur hafði betur eftir vítapsyrnukeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Það var Íslendingaslagur í 32-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld er AGF tók á móti SönderjyskE. Eftir að staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu, höfðu gestirnir betur í vítaspyrnukeppni.

AGF brenndi af fyrstu spyrnu sinni í vítaspyrnukeppninni en SönderjyskE nýtti allar sínar og komst þar með áfram.

Hallgrímur Jónasson var í byrjunarliði SönderjyskE og skoraði úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni.

Helgi Valur Daníelsson kom inn á sem varamaður í liði AGF á 74. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×