Tekjur ríkissjóðs af Iceland Airwaves er hálfur milljarður Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2014 11:03 Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri Iceland Airwaves frá 2010. Vísir/Arnþór Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila. Airwaves Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila.
Airwaves Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira