791 Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 22. október 2014 15:26 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun