Rúmlega 80 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.
Stærsti skjálftinn varð í nótt um klukkan hálf eitt og var hann 5,3 af stærð.
Er þetta fyrsti skjálftinn sem er stærri en 5 síðan á þriðjudag þegar tveir skjálftar þeirrar stærðar urðu.
Nokkrir skjálftar voru yfir fjórum stigum og nokkrir milli þrjú og fjögur stig. Undir norðanverðum bergganginum hafa einnig mælst nokkrir skjálftar.
Ekkert sést til gossins á vefmyndavélum þessa stundina vegna slæms skyggnis.
Rúmlega 80 skjálftar við Bárðarbungu
Stefán Árni Pálsson skrifar
