Fótbolti

Erfitt að feta í fótspor Forlán, Falcao og Costa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raúl Jiménez fagnar eina marki sínu í La Liga.
Raúl Jiménez fagnar eina marki sínu í La Liga. vísir/getty
Raúl Jiménez, framherji Atlético Madrid, segir erfitt að standast væntingar stuðningsmanna liðsins sem hafa vanist því að sjá DiegoForlán, Radamel Falcao og DiegoCosta raða inn mörkum fyrir liðið undanfarin ár.

Þegar Costa var keyptur til Chelsea í sumar var Jiménez fenginn frá América í Mexíkó til að skora mörkin, en Spánarmeistararnir borguðu fyrir hann ellefu milljónir evra.

Jiménez hefur ekki gengið vel í sínum fyrstu leikjum með Atlético, en hann hefur aðeins skorað eitt mark í deildinni og ekki náð að negla sér sæti í byrjunarliðinu.

„Það er ekki auðvelt að líkja eftir afrekum Diego Forlán, Diego Costa og Radamel Falcao,“ segir þessi 23 ára gamli Mexíkói við spænska íþróttablaðið AS.

„Þeir eru allt frábærir leikmenn sem skiluðu góðu starfi hér. Mig langar samt líka að skapa mér mína eigin sögu hjá Atlético með því að skora mörk.“

„Hérna læri ég nýja hluti á hverjum degi sem er mikilvægt. Maður verður alltaf að taka ábendingum frá þeim bestu til að bæta sig sem leikmaður,“ segir Raúl Jiménez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×