Forystuhlutverk íslensks sjávarútvegs Ketill Berg Magnússon skrifar 30. október 2014 15:11 Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar