Fótbolti

Lewandowski lokaði hringnum á móti sínu gamla félagi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewandowski  í leiknum í gær.
Lewandowski í leiknum í gær. Vísir/Getty
Robert Lewandowski varð í gær fyrsti framherjinn til að skora gegn öllum liðunum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar Pólverjinn skoraði gegn sínum gömlu liðsfélögum í Dortmund.

Lewandowski skoraði fyrra mark Bayern í 2-1 sigri á Dortmund, en Arjen Robben skoraði síðara markið úr vítaspyrnu. Með markinu varð Lewandowski sá fyrsti til að skora gegn öllum liðunum í deildinni.

Liðin átján sem spila í efstu deildinni í þýska boltanum þetta árið hafa því fengið mark á sig frá þessum mikla markaskorara, en hann er sá fyrsti til að gera þetta í sögu þýska boltans.

Þessi 26 ára gamli Pólverji hefur leikið með Dortmund og Bayern Munchen á sínum feril í Þýskalandi, en hann gekk í raðir Bayern í sumar. Hjá Dortmund spilaði hann 131 leiki og skoraði í þeim 74 sem er mögnuð tölfræði.

Hann byrjar virkilega vel hjá Bayern og er búinn að skora fimm mörk í fyrstu níu leikjunum sínum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×