Jón Arnór Stefánsson meiddist í sigri Unicaja Malaga á Limoges í Euroleague í gær og íslenski landsliðsmaðurinn segir í samtali við karfan.is að hann verði frá í þrjár til fjórar vikur.
"Ég var búin að finna til smá á æfingu fyrir tveimur vikum í náranum en ekkert neitt til að ræða um. En augljóslega nóg til að það kom rifa í gær í leiknum. Virkilega svekkjandi ég er að hafa alveg gríðarlega gaman af þessu hérna og líður vel." sagði Jón Arnór í samtali við karfan.is.
Jón Arnór skoraði fjögur stig á sex mínútum og hitti úr báðum skotum sínum áður en hann fór meiddur af velli í gær.
Jón Arnór verður því ekki með liði Unicaja Malaga á morgun sem tekur þá á móti Gipuzkoa Basket í spænsku deildinni.
Unicaja Malaga hefur byrjað tímabilið mjög en Jón Arnór og félagar hans hafa unnið sjö fyrstu leiki tímabilsins.
Jón Arnór meiddur og spilar ekki næstu vikurnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


