Fótbolti

Gunnar Heiðar skoraði fyrir Häcken

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Heiðar skoraði í dag.
Gunnar Heiðar skoraði í dag. Vísir/Getty
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á skotskónum þegar lið hans Häcken steinlá fyrir Örebro á útivelli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Gunnar Heiðar kom Häcken yfir eftir níu mínútna leik, en síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá liðinu. Lokatölur urðu 5-2 tap.

Kristinn Jónsson spilaði allan leikinn í 1-0 tapi Brommapojkarna gegn FH bönunum í Elfsborg. Brommapojkarna er fyrir löngu fallið úr deild þeirra bestu.

Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Smárason spiluðu allan leikinn í tapi Helsingborg gegn Gefle. Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Gefle.

Kristinn Steindórsson spilaði allan leikinn fyrir Halmstad sem steinlá gegn Gautaborg 4-1. Guðjón Baldvinsson kom inná í hálfleik hjá Halmstad, en hann fer til Nordsjælland í janúar. Hjálmar Jónsson var ónotaður varamaður hjá Gautaborgarliðinu.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Norköpping sem gerði jafntefli við Djurgården og sömu sögu má segja af Skúla Jóni Friðgeirssyni hjá Gefle. Gefler er á leið í umspil um laust sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Öll úrslit dagsins:

Atvidaberg - Malmö 2-1

Brommapojkarna - Elfsborg 0-1

Djurgården - IFK Norköpping 1-1

Falkenbergs FF - Mjallby 1-1

Gefle - Helsingborg 2-1

Gautaborg - Halmstads BK 5-1

Kalmar - AIK 1-1

Örebro - Häcken 5-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×