Adolf Ingi í útvarpið á ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2014 17:41 „Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent