Adolf Ingi í útvarpið á ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2014 17:41 „Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira