Fótbolti

Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Færeyingar fagna marki Jóan Ed­munds­son í kvöld.
Færeyingar fagna marki Jóan Ed­munds­son í kvöld. vísir/afp
Færeyingar unnu sögulegan sigur á Grikklandi, 1-0, í F-riðli undankeppni EM 2016 í kvöld, en um er að ræða einn óvæntasta sigur undankeppninnar í háa herrans tíð.

Jóan Edmundsson skoraði eina markið í leiknum á 61. mínútu, en Grikkjum hefur gengið afleitlega í undankeppnni og ekki náð að skora í þremur heimaleikjum gegn Rúmeníu, Norður-Írlandi og Færeyjum.

Þetta er aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik í sögu þjóðarinnar og jafnframt fyrsti leikurinn sem liðið vinnur í undankeppni EM síðan 2011 þegar það vann Eistland, 2-0, á heimavelli.

Í sama riðli komst Rúmenía í efsta sæti með 2-0 sigri á Norður-Írum á heimavelli og þá vann Ungverjaland sigur á Finnum, 1-0.

Rúmenía með 10 stig í F-riðli og Norður-Írar 9 stig. Ungverjar eru í þriðja sæti með sjö stig og Finnar koma þar næstir með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×