Keflavíkurkonur fá góða heimsókn í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 18:00 Jennifer Boucek fagnar hér sigri með Keflavíkurliðinu. Með henni á myndinni eru Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir. Vísir/Brynjar Gauti Jennifer Boucek, fyrrum aðalþjálfari og núverandi aðstoðarþjálfari í WNBA-deildinni í körfubolta, er á leiðinni til Íslands og mun stýra æfingabúðum í Keflavík í janúar. Æfingabúðirnar eru fyrir stúlkur fæddar árið 2006 eða fyrr en það er Kvennaráð Keflavíkur sem stendur fyrir komu Jenny Boucek aftur til Íslands. Flestar þeirra ef ekki allar spiluðu með Boucek á sínum tíma. Jenny Boucek átti flottan feril og spilaði meðal annars á fyrsta tímabilinu í WNBA-deildinni áður en hún kom til Íslands tímabilið 1997 til 1998 þar sem hún tapaði varla leik í búningi Keflavíkurliðsins. Boucek var frábær varnarmaður og mikill leiðtogi á velli. Boucek hjálpaði þá Keflavík að vinna tvöfalt. Hún var með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni þar sem Keflavíkurliðið vann 5 af 6 leikjum sínum og þá var Boucek með 27 stig í sigri Keflavíkur í bikarúrslitaleiknum. Boucek varð að leggja skóna á hilluna árið eftir vegna bakmeiðsla en hefur síðan unnið sem þjálfari. Boucek var meðal annars aðalþjálfari Sacramento Monarchs WNBA-liðsins frá 2007 til 2009 en hefur lengstum verið aðstoðarþjálfari Seattle Storm. Jenny Boucek náði því að verða fyrst allra til að vera leikmaður, aðstoðarþjálfari og þjálfari í WNBA-deildinni. Auk þess að þjálfa í WNBA-deildinni þá hefur hún unnið fyrir NBA-lið. Hún vann sem njósnari fyrir Seattle Supersonics og var þá fyrsta konan til að fá það starf. Nú síðast vann Boucek í æfingabúðum fyrir núverandi tímabil hjá Dallas Mavericks en hún og þjálfarinn Rick Carlisle þekkjast síðan þau voru saman í University of Virginia háskólanum. Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Jennifer Boucek, fyrrum aðalþjálfari og núverandi aðstoðarþjálfari í WNBA-deildinni í körfubolta, er á leiðinni til Íslands og mun stýra æfingabúðum í Keflavík í janúar. Æfingabúðirnar eru fyrir stúlkur fæddar árið 2006 eða fyrr en það er Kvennaráð Keflavíkur sem stendur fyrir komu Jenny Boucek aftur til Íslands. Flestar þeirra ef ekki allar spiluðu með Boucek á sínum tíma. Jenny Boucek átti flottan feril og spilaði meðal annars á fyrsta tímabilinu í WNBA-deildinni áður en hún kom til Íslands tímabilið 1997 til 1998 þar sem hún tapaði varla leik í búningi Keflavíkurliðsins. Boucek var frábær varnarmaður og mikill leiðtogi á velli. Boucek hjálpaði þá Keflavík að vinna tvöfalt. Hún var með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni þar sem Keflavíkurliðið vann 5 af 6 leikjum sínum og þá var Boucek með 27 stig í sigri Keflavíkur í bikarúrslitaleiknum. Boucek varð að leggja skóna á hilluna árið eftir vegna bakmeiðsla en hefur síðan unnið sem þjálfari. Boucek var meðal annars aðalþjálfari Sacramento Monarchs WNBA-liðsins frá 2007 til 2009 en hefur lengstum verið aðstoðarþjálfari Seattle Storm. Jenny Boucek náði því að verða fyrst allra til að vera leikmaður, aðstoðarþjálfari og þjálfari í WNBA-deildinni. Auk þess að þjálfa í WNBA-deildinni þá hefur hún unnið fyrir NBA-lið. Hún vann sem njósnari fyrir Seattle Supersonics og var þá fyrsta konan til að fá það starf. Nú síðast vann Boucek í æfingabúðum fyrir núverandi tímabil hjá Dallas Mavericks en hún og þjálfarinn Rick Carlisle þekkjast síðan þau voru saman í University of Virginia háskólanum.
Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira