Fótbolti

Rúrik: Mikilvægi Arons Einars kom í ljós

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Rúrik Gíslason átti fínan leik er Belgía hafði betur gegn mikið breyttu liði Íslands hér í Brussel í kvöld, 3-1.

„Við erum að vinna í ákveðnum hlutum og margir fengu tækifæri í dag. Svona margar breytingar taka oft jafnvægið úr liðinu en mér fannst fyrri hálfleikur engu að síður mjög fínn.“

„Það sýndi sig svo hversu mikilvægur Aron Einar er fyrir liðið. Hann heldur jafnvæginu á miðjunni og við vorum heldur opnir í seinni hálfleik eftir að hann fór af velli.“

„Það var margt gott við leikinn en margt sem hefði mátt fara betur,“ sagði Rúrik en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Maður vill auðvitað sanna sig eins og alltaf. Það er erfitt að gera kröfu um að þjálfarinn breyti liðinu þegar vel gengur og það eina sem maður getur gert er að vera jákvæður og styðja liðsfélagana.“


Tengdar fréttir

Lars: Meiri samkeppni í liðinu

Landsliðsþjálfarinn fagnar meiri breidd í íslenska liðinu eftir góða frammistöðu í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×