Snæfell vann í tvíframlengdum leik | Öruggt hjá KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2014 21:25 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn