Fótbolti

Brann féll úr norsku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Brann féll í kvöld úr norsku úrvalsdeildinni eftir 3-0 tap gegn Mjöndalen og 4-1 samanlagt í rimmu liðanna í umspilinu.

Birkir Már Sævarsson spilaði allan leikinn fyrir Brann í kvöld en eins og áður hefur komið fram var þetta hans síðasti leikur fyrir félagið. Birkir Már hefur verið orðaður við sænska liðið Hammarby.

Brann varð Noregsmeistari árið 2007 en alls hefur liðið alls þrívegis unnið norska meistaratitilinn. Liðið hefur verið samfleytt í efstu deild síðan 1987.

Stuðningsmenn liðsins tóku tapinu illa í kvöld og varð að stöðva leikinn bæði þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og blysum var kastað inn á hann.

Mjöndalen varð í þriðja sæti B-deildarinnar í vor og fer því upp ásamt Sandefjord og Tromsö. Áður höfðu Sogndal og Sandnes Ulf misst sæti sín í norsku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Birkir fer frá Brann eftir umspilið

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Brann á miðvikudag. Liðsins bíða tveir leikir í umspili um laust sæti í efstu deild að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×