Gæti orðið hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2014 10:26 Veður hefur verið gott það sem af er ári. Trausti Jónsson fylgist vel með gangi mála. Vísir/Valli/GVA Trausti Jónsson veðurfræðingur reiknar með því að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið. Von er á áframhaldandi hlýindum miðað við árstíma að því er segir í nýjustu bloggfærslu Trausta sem rituð var í nótt. Árið 2014 gæti orðið það hlýjasta á landinu frá því mælingar hófust. „Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él og að sögn fáeinar þrumur líka,“ segir Trausti. Veðurfræðingurinn notfærir sér spákort Evrópureiknistöðvarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. Þar kemur fram að landið sé í mjög hægum suðlægum vindi. „Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi. Hún gerir sig líklega, finnst manni, til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land. Nema hvað, hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar.“ Um leið og það gerist segir Trausti að lægðin beini hingað hlýju lofti úr suðaustri. Þar með aukist enn líkur á að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið þótt líklega verði ekki sett Íslandsmet. „Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956. Sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar. Sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig en hann endaði stigi neðar.“ Trausti er spenntur fyrir hitauppgjöri ársins í heild sinni. „Við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En desember er eftir. Við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir, fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það nema síður sé.“ Veður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur reiknar með því að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið. Von er á áframhaldandi hlýindum miðað við árstíma að því er segir í nýjustu bloggfærslu Trausta sem rituð var í nótt. Árið 2014 gæti orðið það hlýjasta á landinu frá því mælingar hófust. „Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él og að sögn fáeinar þrumur líka,“ segir Trausti. Veðurfræðingurinn notfærir sér spákort Evrópureiknistöðvarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. Þar kemur fram að landið sé í mjög hægum suðlægum vindi. „Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi. Hún gerir sig líklega, finnst manni, til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land. Nema hvað, hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar.“ Um leið og það gerist segir Trausti að lægðin beini hingað hlýju lofti úr suðaustri. Þar með aukist enn líkur á að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið þótt líklega verði ekki sett Íslandsmet. „Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956. Sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar. Sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig en hann endaði stigi neðar.“ Trausti er spenntur fyrir hitauppgjöri ársins í heild sinni. „Við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En desember er eftir. Við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir, fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það nema síður sé.“
Veður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira