Real Madrid átti ekki í vandræðum með að leggja Eibar að velli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Real Madrid vann leikinn 4-0 en liðið var 2-0 yfir í hálfleik.
James Rodríguez skoraði fyrsta markið á 23. mínútu. Cristiano Ronaldo bætti við marki tveimur mínútum fyrir hálfleik.
Karim Benzema kom sér á blað með föstu skoti af stuttu færi á 69. mínútu og Ronaldo skoraði sitt 21. mark í deildinni í vetur sjö mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu.
Real Madrid er á toppi deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum meira en Atlético Madrid og fimm stigum meira en Barcelona sem á leik til góða í kvöld.
Eibar er um miðja deild með 13 stig.
