Rory McIlroy í forystu í Dubai eftir fyrsta hring 20. nóvember 2014 16:25 McIlroy var ekki lengi að stimpla sig inn að nýju. NP/Getty Tveir góðir vinir leiða á DP World Tour Championship sem fram fer í Dubai en það er Írinn Shane Lowry og sjálfur Rory McIlroy. Þeir félagar léku fyrsta hring á hinum glæsilega Jumeirah velli á 66 höggum eða sex undir pari og deila forystusætinu. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma þeir Richie Ramsey og Thornborn Olesen en sigurvegarinn frá því í fyrra, Henrik Stenson kemur á eftir þeim á fjórum höggum undir pari eftir hring upp á 68 högg. DP World Tour Championship er síðasta mót Evrópumótaraðarinnar í ár en aðeins 60 bestu kylfingar hennar fá þátttökurétt. Þá vekur athygli að Bandaríkjamaðurinn, Brooks Koepka, sem sigraði glæsilega á Turkish Airlines Open sem fram fór í síðustu viku, er í síðasta sæti eftir fyrsta hring en hann kom inn á 78 höggum í dag eða sex yfir pari. Það er greinilega skammt stórra högga á milli í golfheiminum en kannski hefur Koepka farið of geyst í fagnaðarlætin eftir sigurinn um síðustu helgi. Sýnt verður beint frá mótinu alla helgina en útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tveir góðir vinir leiða á DP World Tour Championship sem fram fer í Dubai en það er Írinn Shane Lowry og sjálfur Rory McIlroy. Þeir félagar léku fyrsta hring á hinum glæsilega Jumeirah velli á 66 höggum eða sex undir pari og deila forystusætinu. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma þeir Richie Ramsey og Thornborn Olesen en sigurvegarinn frá því í fyrra, Henrik Stenson kemur á eftir þeim á fjórum höggum undir pari eftir hring upp á 68 högg. DP World Tour Championship er síðasta mót Evrópumótaraðarinnar í ár en aðeins 60 bestu kylfingar hennar fá þátttökurétt. Þá vekur athygli að Bandaríkjamaðurinn, Brooks Koepka, sem sigraði glæsilega á Turkish Airlines Open sem fram fór í síðustu viku, er í síðasta sæti eftir fyrsta hring en hann kom inn á 78 höggum í dag eða sex yfir pari. Það er greinilega skammt stórra högga á milli í golfheiminum en kannski hefur Koepka farið of geyst í fagnaðarlætin eftir sigurinn um síðustu helgi. Sýnt verður beint frá mótinu alla helgina en útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira