Sport

Eygló bætti Íslandsmet í Doha

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir komst ekki í undanúrslit í 100 m fjórsundi á HM í Doha í morgun þrátt fyrir að hún bætti eigið Íslandsmet í greininni.

Hún kom í mark á 1:05,55 mínútum og bætti þar með eigið Íslandsmet um fjóra hundraðshluta úr sekúndu. Hún varð í níunda sæti í sínum riðli og 23. sæti alls af 64 keppendum og tæpri sekúndu frá því að komast í undanúrslitin.

Eygló varð einnig í 23. sæti í 100 m baksundi í gær og var hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Hún á þó eftir að keppa í sinni sterkustu grein sem er 200 m baksund.


Tengdar fréttir

Strákarnir settu nýtt Íslandsmet í Katar

Karlasveit Íslands í sundi setti í morgun nýtt Íslandsmet í 4 x 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Doha höfuðborg Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×