Sport

Hrafnhildur þremur sætum frá undanúrslitum - enginn komst áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Valli
Íslensku keppendurnir hófu í morgun keppni á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Katar næstu daga. Sundspekingurinn Magnús Tryggvason hefur tekið saman árangur Íslendinganna í morgun.

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði bestum árangri íslensku sundmannanna á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í 25 m laug sem hófst í Doha í Katar í morgun.

Hrafnhildur hafnaði í 19. sæti af 68 keppendum í 50 m bringusundi en sextán þeir bestu komust áfram í undanúrslit.

Hrafnhildur synti á 30,79 sekúndum og var aðeins 12/100 úr sekúndum frá eigin Íslandsmeti sem hún setti í ágústlok á móti í Doha.

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 23. sæti af 74 keppendum í 100 m baksundi á 59,06 sekúndum. Íslandsmet hennar í greininni er 58,58 sekúndur en það setti hún á ÍM á dögunum.

Davíð  Hildiberg Aðalsteinsson varð í 39. sæti af 89 keppendum í 100 m baksundi á 54,04 sekúndum sem er bæting.

Kristinn Þórarinsson kom 45. í mark í sömu grein á 54,68 sekúndum, (15/100 frá besta tíma sínum)

Kristófer Sigurðsson kom í mark í 200 m skriðsundi á 1.50,04 mínútum og hafnaði í 53. sæti af 100 sundmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×