Fótbolti

Fann Vermaelen lausnina í Finnlandi?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Thomas Vermaelen, varnarmaður Barcelona, gekkst í gær undir aðgerð í Finnlandi vegna þrálátra meiðsla aftan í læri.

Hann hefur ekkert getað spilað með Börsungum síðan hann gekk til liðs við félagið í sumar og vonast er til að aðgerðin verði til þess að hann muni ná fyrri styrk.

Þó er ljóst að endurhæfingin mun taka fjóra mánuði og er því ekki búist við því að hann muni geta spilað á ný fyrr en í apríl.

Hann meiddist í leik með belgíska landsliðinu á HM í sumar en Barcelona ákvað engu að síður að kaupa hann frá Arsenal á nítján milljónir evra í ágúst.

Vermaelen var tvívegis nálægt því að spila með Barcelona í haust en í bæði skiptin tóku meiðslin sig upp. Í síðara skiptið var það í upphitun fyrir leik Barcelona gegn APOEL í Meistaradeild Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×