Sport

Jón Margeir með tvö heimsmet og þrjú Evrópumet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir Sverrisson. Vísir/Getty
Sundsmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hélt upp á 22 ára afmælið sitt með stórglæsilegri frammistöðu á opna breska meistaramótinu í 25 metra laug á dögunum.

Jón Margeir setti nýtt heimsmet í bæði 100 og 200 metra skriðsundi en Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, hefur nú staðfest heimsmetin eins og kemur fram á heimsíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Jón Margeir synti 100 metrana á 53,70 sekúndurm og 200 metrana á 1:55.11 mínútum á mótinu í Bretlandi. Þetta voru að sjálfsögðu einnig Evrópumet hann setti einnig Evrópumet með því að synda 100 metra flugsund á 59,85 sekúndum.

Jón Margeir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana í Ríó 2016 en hann vann gull í 200 metra skriðsundi á ÓL í London 2012.

Árangur Jóns Margeirs í Bretlandi:

100m flugsund - 59,85 sekúndur - Evrópumet

200m skriðsund - 1:55,11 mínútur - Heimsmet

100m skriðsund - 53,70 sekúndur - Heimsmet

50m skriðsund - 24,39 sekúndur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×