Kobe búinn að skora meira en Jordan | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 07:15 Kobe Bryant gengur ánægður af velli í nótt. vísir/getty Kobe Bryant, skotbakvörður Los Angeles Lakes, skoraði 26 stig í 100-94 sigri Lakers gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta á útivelli í nótt. Hann er þar með búinn að skora 32,310 stig í NBA-deildinni á löngum og farsælum ferli, en með stigunum í nótt fór hann upp fyrir sjálfan Michael Jordan í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Kobe er nú 4.618 stigum á eftir Karl Malone, sem er í öðru sæti listans, og þarf að spila 185 leiki til viðbótar til að ná honum ef miðað er við að Kobe skori 25 stig að meðaltali í leik. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Kobe niður tvö vítaskot sem komu honum yfir Jordan, en hann þurfti níu stig í nótt til að komast pall með Kareem Abdul Jabbar (38.387) og Karl Malone. Lakers er nú búið að vinna þrjá leiki í röð og rífa sig upp úr kjallaranum í vestrinu, en liðið er búið að vinna átta leiki og tapa sextán. Kobe Bryant fer fram úr Jordan:Congrats, Kobe! pic.twitter.com/OTADknA00q — NBA (@NBA) December 15, 2014Golden State Warriors vann 16. leikinn í röð í nótt þegar liðið lagði New Orleans Pelicans, 128-122, í framlengdum leik í New Orleans í nótt. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir gestina, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og félagi hans Klay Thompson skoraði 29 stig. Bakverðir Golden State halda áfram að spila eins og þeir sem valdið hafa. Tyreke Evans var virkilega flottur í liði heimamanna og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst og Jrue Holiday bætti við 30 stigum og 9 stoðsendingum. Oklahoma City Thunder er einnig komið á góðan skrið í vestrinu, en liðið vann Phoenix Suns, 112-88 í nótt. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og er það nú aðeins einum sigri frá áttunda sætinu. Russell Westbrook (28 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar) og Kevin Durant (23 stig, 8 fráköst) voru allt í öllu hjá heimamönnum. Toronto heldur efsta sæti austurdeildarinnar eftir sigur á New York í nótt, en Washington og Chicago sem eru í baráttunni á toppnum í austrinu unnu líka.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans - Golden State Warriors - 122-128 Miami Heat - Chicago Bulls 75-93 Utah Jazz - Washington Wizards 84-93 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 94-100 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 112-88 New York Knicks - Toronto Raptors 90-95 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 91-99 NBA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Kobe Bryant, skotbakvörður Los Angeles Lakes, skoraði 26 stig í 100-94 sigri Lakers gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta á útivelli í nótt. Hann er þar með búinn að skora 32,310 stig í NBA-deildinni á löngum og farsælum ferli, en með stigunum í nótt fór hann upp fyrir sjálfan Michael Jordan í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Kobe er nú 4.618 stigum á eftir Karl Malone, sem er í öðru sæti listans, og þarf að spila 185 leiki til viðbótar til að ná honum ef miðað er við að Kobe skori 25 stig að meðaltali í leik. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Kobe niður tvö vítaskot sem komu honum yfir Jordan, en hann þurfti níu stig í nótt til að komast pall með Kareem Abdul Jabbar (38.387) og Karl Malone. Lakers er nú búið að vinna þrjá leiki í röð og rífa sig upp úr kjallaranum í vestrinu, en liðið er búið að vinna átta leiki og tapa sextán. Kobe Bryant fer fram úr Jordan:Congrats, Kobe! pic.twitter.com/OTADknA00q — NBA (@NBA) December 15, 2014Golden State Warriors vann 16. leikinn í röð í nótt þegar liðið lagði New Orleans Pelicans, 128-122, í framlengdum leik í New Orleans í nótt. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir gestina, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og félagi hans Klay Thompson skoraði 29 stig. Bakverðir Golden State halda áfram að spila eins og þeir sem valdið hafa. Tyreke Evans var virkilega flottur í liði heimamanna og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst og Jrue Holiday bætti við 30 stigum og 9 stoðsendingum. Oklahoma City Thunder er einnig komið á góðan skrið í vestrinu, en liðið vann Phoenix Suns, 112-88 í nótt. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og er það nú aðeins einum sigri frá áttunda sætinu. Russell Westbrook (28 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar) og Kevin Durant (23 stig, 8 fráköst) voru allt í öllu hjá heimamönnum. Toronto heldur efsta sæti austurdeildarinnar eftir sigur á New York í nótt, en Washington og Chicago sem eru í baráttunni á toppnum í austrinu unnu líka.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans - Golden State Warriors - 122-128 Miami Heat - Chicago Bulls 75-93 Utah Jazz - Washington Wizards 84-93 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 94-100 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 112-88 New York Knicks - Toronto Raptors 90-95 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 91-99
NBA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira