Búið er að opna fyrir umferð um Bröttubrekku en ófært var þar um í morgun. Þar er aftur á móti Þæfingsfærð.
Hálkublettir eru á Hellisheiði. Hálka er á Sandsskeiði og Þrengslum og á flestum leiðum á Suðurlandi.
Hálka á Holtavörðuheið og víða á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þæfingsfærð er á Ennishálsi.
Á Norðurlandi vestra er víða hálka og skafrenningur og snjókoma á stöku stað. Þæfingsfærð og éljagangur er á Þverárfjalli. Ófært er yst á Siglufjarðarvegi.
Norðaustanlands er hálka á Öxnadalsheiði. Annars er yfirleitt snjóþekja eða hálka á vegum og víða ofankoma. Nú er búið að opna Ólafsfjarðarmúla og er þar snjóþekja og ennþá snjóflóðahætta. Hálka er á Mývatnsöræfum en hálkublettir og éljagangur er á Möðrudalsöræfum.

