Forsætisráðherra fagnaði afmæli eiginkonunnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2014 20:37 Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún. Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún.
Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira