Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Jón Þór Stefánsson skrifar 22. febrúar 2025 09:37 Julia Wandel vakti mikla athygli árið 2023 þegar hún hélt því fram að hún væri í raun og verur Madeleine McCann. samsett Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. BBC greinir frá því að konan, sem heitir Julia Wandel en hefur einnig gengið undir nafninu Wandelt, hafi verið handtekin á flugvellinum í Bristol síðastliðinn miðvikudag. Hún er eins og áður segir grunuð um umsáturseinelti, sem á að hafa valdið fjölskyldu McCann mikilli vanlíðan og skelfingu. Nú er hún í gæsluvarðhaldi, en fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dóm í byrjun aprílmánaðar og muni gefa upp afstöðu til sakarefnisins, sem er sagt fjórþætt. Á meðal þess sem Wandel er gefið að sök er að hafa í tvígang farið að heimili McCann-fjölskyldunnar í Leicestershire, annars vegar 2. maí og hins vegar 7. desember síðastliðinn. Þá hafi hún sent skilaboð á foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, á samfélagsmiðlinum WhatsApp, og sent skilaboð á systkini stúlkunnar á Instagram. Kona um sextugt var jafnframt handtekin, en mun hafa verið látin laus. Mál Madeleine McCann er eitt þekktasta mannhvarfsmál sögunnar. Hún var einungis þriggja ára gömul þegar hún hvarf, en málið er enn óleyst. Hún sást síðast á orlofsheimili fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal, þann 3. maí 2007. Árið 2023 vakti Wandel, sem er 23 ára gömul, athygli á samfélagsmiðlum, og svo í fjölmiðlum, þegar hún greindi frá því að hún teldi sig vera McCann. DNA-rannsókn leiddi þó í ljós að svo var ekki. Fyrir réttrúmu ári baðst Wandel síðan afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að hún væri McCann. „Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn, þar á meðal McCann-fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við BBC í fyrra. „Ég vildi virkilega átta mig á því hver ég væri í raun og veru.“ Madeleine McCann Bretland Pólland Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
BBC greinir frá því að konan, sem heitir Julia Wandel en hefur einnig gengið undir nafninu Wandelt, hafi verið handtekin á flugvellinum í Bristol síðastliðinn miðvikudag. Hún er eins og áður segir grunuð um umsáturseinelti, sem á að hafa valdið fjölskyldu McCann mikilli vanlíðan og skelfingu. Nú er hún í gæsluvarðhaldi, en fyrirhugað er að hún muni koma fyrir dóm í byrjun aprílmánaðar og muni gefa upp afstöðu til sakarefnisins, sem er sagt fjórþætt. Á meðal þess sem Wandel er gefið að sök er að hafa í tvígang farið að heimili McCann-fjölskyldunnar í Leicestershire, annars vegar 2. maí og hins vegar 7. desember síðastliðinn. Þá hafi hún sent skilaboð á foreldra Madeleine, Kate og Gerry McCann, á samfélagsmiðlinum WhatsApp, og sent skilaboð á systkini stúlkunnar á Instagram. Kona um sextugt var jafnframt handtekin, en mun hafa verið látin laus. Mál Madeleine McCann er eitt þekktasta mannhvarfsmál sögunnar. Hún var einungis þriggja ára gömul þegar hún hvarf, en málið er enn óleyst. Hún sást síðast á orlofsheimili fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal, þann 3. maí 2007. Árið 2023 vakti Wandel, sem er 23 ára gömul, athygli á samfélagsmiðlum, og svo í fjölmiðlum, þegar hún greindi frá því að hún teldi sig vera McCann. DNA-rannsókn leiddi þó í ljós að svo var ekki. Fyrir réttrúmu ári baðst Wandel síðan afsökunar á því að hafa haldið því fram opinberlega að hún væri McCann. „Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn, þar á meðal McCann-fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við BBC í fyrra. „Ég vildi virkilega átta mig á því hver ég væri í raun og veru.“
Madeleine McCann Bretland Pólland Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira