Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - FH 24-28 | Baráttan dugði ekki til hjá Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Safamýri skrifar 11. desember 2014 17:38 Magnús Óli Magnússon í baráttunni í kvöld. vísir/stefán FH komst í kvöld áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni karla eftir fjögurra marka sigur á Fram í Safamýri. FH-ingar leiddu framan af en Framarar voru aldrei langt undan og vel inni í leiknum þar til á lokamínútunni. Þetta er í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum sem Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH og fyrrverandi þjálfari Fram, hefur betur gegn sínu gamla félagi. Þrátt fyrir að mæta til leiks með hálf lemstraðan leikmannahóp hafa Framarar verið á ágætu skriði að undanförnu og unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni. Þeir mættu sínum gamla þjálfara, Halldór Jóhanni Sigfússyni, nú í þriðja sinn fyrir áramót en FH hafði unnið báða leiki liðanna í deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og þó svo að FH-ingar hafi verið skrefinu framar lengst af var baráttan fín í báðum liðum, sérstaklega í sóknarleiknum sem var oft á tíðum ágætlega útfærður. FH náði tvívegis að komast þremur mörkum í fyrri hálfleiknum en Framarar gáfust þó ekki upp og áttu alltaf svar. Staðan að honum loknum var 14-12, Hafnfirðingum í vil.Benedikt Reynir Kristinsson skorar úr hraðaupphlaupi.vísir/stefánÞað var sama upp á teningnum í síðari hálfleik þó svo að liðin, sérsatklega gestirnir, hafi aðeins náð að þétta varnarleikinn betur. Framarar lentu í nokkru basli í sóknarleiknum en náðu alltaf að klóra sig til baka inn í leikinn. Ásbjörn Friðriksson fór meiddur af velli í liði FH þegar um tíu mínútur voru eftir og við það riðlaðist sóknarleikur Hafnirðinga nokkuð. Framarar náðu þó ekki að færa sér það í nyt, fóru illa með nokkur fín færi og náðu aldrei að brúa bilið. Valtýr Már Hákonarson átti einnig fína innkomu í mark FH undir lokin og varði nokkrum sinnum ágætlega. Þá var Magnús Óli Magnússon öflugur í sóknarleik FH, sérstaklega þegar þess var þörf. Daníel Matthíasson átti einnig fína innkomu í seinni hálfleikinn. Það vantaði ekkert upp á baráttuna hjá Fram en þeir voru oft sjálfum sér verstir, sem er ef til vill saga þeirra bláu í vetur. Þeir hafa verið óheppnir með meiðsli í vetur en náð að tjasla saman baráttuglöðu liði sem virðist á sínum besta degi líklegt til að valda hvaða liði sem er usla. En í dag reyndust FH-ingar sterkari og halda Hafnfirðingar áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar með bros á vör.Halldór Jóhann vann sína gömlu félaga.vísir/stefánHalldór Jóhann: Allir vilja komast í höllina Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, kann vel við sig í Safamýrinni en hann vann í kvöld sinn annan sigur þar á tímabilinu. „Hér átti ég mörg frábær ár og mér líður alltaf vel þegar ég kem aftur hingað,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn en Halldór Jóhann fór frá Fram yfir í FH í sumar. „Þetta er svolítið eins og að koma heim til sín og hitta alla gömlu félagana. Hér líður mér vel.“ Hann segir að það hafi verið mörg lítil atriði sem hafi skilið á milli liðanna í kvöld. „Magnús Óli var smá „x-faktor“ fyrir okkur og við unnum svo boltann í vörninni nokkrum sinnum í lokin sem reyndist dýrmætt.“ „Varnarleikurinn okkar á kafla í seinni hálfleik var líka fínn en við vorum oft klaufar á lokamínútum í sókninni, sérstaklega eftir að Ási [Ásbjörn Friðriksson] dettur út. Þá kom smá hik á okkur og við misstum aðeins hausinn.“ „Fram er engu að síður afar erfiður andstæðingur. Þetta eru ungir og viljugir strákar og við vissum að það yrði mjög erfitt að koma hingað. Við erum því virkilega sáttir við að vinna og komast áfram í bikarnum.“ „Við vorum að mörgu leyti heppnir. Þeir fóru illa með nokkur færi sem hefur verið saga þeirra í deildinni í vetur og það voru ekki nógu margir að stíga upp í sóknarleiknum okkar í kvöld. En ég var mjög ánægður með baráttuna og viljann í liðinu enda vissi ég að það væri nauðsynlegt til að vinna sigur hér í kvöld.“ Hann segir mikilvægt fyrir FH að komast áfram í bikarnum enda vilji allir komast í „Final Four“ - úrslitahelgina í Laugardalshöllinni þar sem undanúrslitin og úrslitin fara fram. „Þetta er frábært fyrirkomulag á keppninni og það vilja allir taka þátt í því. Þeir sem hafa líka upplifað það að fara í bikarúrslit vilja gera það aftur. Þetta er virkilega skemmtileg keppni.“Sigurður Örn Þorsteinsson reynir skot að marki FH í kvöld.vísir/stefánGarðar: Ætluðum að vinna fjórða leikinn í röð Garðar B. Sigurjónsson, fyrirliði Fram, segir að það hafi reynst liðinu dýrkeypt að fara illa með þau færi sem liðið náði að skapa sér undir lok leiksins. „Við börðumst vel en það dugði ekki í lokin. Við klúðruðum allt of mörgum dauðafærum - ég klúðraði víti og hraðaupphlaupi í lokin sem hefði getað komið okkur í góða stöðu. Við vorum samt inni í þessum leik allan tíman,“ sagði Garðar. „Þetta er í raun alveg ömurlegt því það er góður karakter í liðinu og við börðumst vel. En það voru einhver nokkur prósent sem vantaði upp á,“ bætti hann við. „Við ætluðum að taka fjórða sigurinn í röð hér í kvöld og halda okkur á þessari siglingu sem við vorum komnir á. Við erum svo sem enn þá með vindinn í bakið en ég get engu að síður ekki lýst því nógu vel hversu ótrúlega svekkjandi það er að hafa tapað þessum leik.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
FH komst í kvöld áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni karla eftir fjögurra marka sigur á Fram í Safamýri. FH-ingar leiddu framan af en Framarar voru aldrei langt undan og vel inni í leiknum þar til á lokamínútunni. Þetta er í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum sem Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH og fyrrverandi þjálfari Fram, hefur betur gegn sínu gamla félagi. Þrátt fyrir að mæta til leiks með hálf lemstraðan leikmannahóp hafa Framarar verið á ágætu skriði að undanförnu og unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni. Þeir mættu sínum gamla þjálfara, Halldór Jóhanni Sigfússyni, nú í þriðja sinn fyrir áramót en FH hafði unnið báða leiki liðanna í deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og þó svo að FH-ingar hafi verið skrefinu framar lengst af var baráttan fín í báðum liðum, sérstaklega í sóknarleiknum sem var oft á tíðum ágætlega útfærður. FH náði tvívegis að komast þremur mörkum í fyrri hálfleiknum en Framarar gáfust þó ekki upp og áttu alltaf svar. Staðan að honum loknum var 14-12, Hafnfirðingum í vil.Benedikt Reynir Kristinsson skorar úr hraðaupphlaupi.vísir/stefánÞað var sama upp á teningnum í síðari hálfleik þó svo að liðin, sérsatklega gestirnir, hafi aðeins náð að þétta varnarleikinn betur. Framarar lentu í nokkru basli í sóknarleiknum en náðu alltaf að klóra sig til baka inn í leikinn. Ásbjörn Friðriksson fór meiddur af velli í liði FH þegar um tíu mínútur voru eftir og við það riðlaðist sóknarleikur Hafnirðinga nokkuð. Framarar náðu þó ekki að færa sér það í nyt, fóru illa með nokkur fín færi og náðu aldrei að brúa bilið. Valtýr Már Hákonarson átti einnig fína innkomu í mark FH undir lokin og varði nokkrum sinnum ágætlega. Þá var Magnús Óli Magnússon öflugur í sóknarleik FH, sérstaklega þegar þess var þörf. Daníel Matthíasson átti einnig fína innkomu í seinni hálfleikinn. Það vantaði ekkert upp á baráttuna hjá Fram en þeir voru oft sjálfum sér verstir, sem er ef til vill saga þeirra bláu í vetur. Þeir hafa verið óheppnir með meiðsli í vetur en náð að tjasla saman baráttuglöðu liði sem virðist á sínum besta degi líklegt til að valda hvaða liði sem er usla. En í dag reyndust FH-ingar sterkari og halda Hafnfirðingar áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar með bros á vör.Halldór Jóhann vann sína gömlu félaga.vísir/stefánHalldór Jóhann: Allir vilja komast í höllina Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, kann vel við sig í Safamýrinni en hann vann í kvöld sinn annan sigur þar á tímabilinu. „Hér átti ég mörg frábær ár og mér líður alltaf vel þegar ég kem aftur hingað,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn en Halldór Jóhann fór frá Fram yfir í FH í sumar. „Þetta er svolítið eins og að koma heim til sín og hitta alla gömlu félagana. Hér líður mér vel.“ Hann segir að það hafi verið mörg lítil atriði sem hafi skilið á milli liðanna í kvöld. „Magnús Óli var smá „x-faktor“ fyrir okkur og við unnum svo boltann í vörninni nokkrum sinnum í lokin sem reyndist dýrmætt.“ „Varnarleikurinn okkar á kafla í seinni hálfleik var líka fínn en við vorum oft klaufar á lokamínútum í sókninni, sérstaklega eftir að Ási [Ásbjörn Friðriksson] dettur út. Þá kom smá hik á okkur og við misstum aðeins hausinn.“ „Fram er engu að síður afar erfiður andstæðingur. Þetta eru ungir og viljugir strákar og við vissum að það yrði mjög erfitt að koma hingað. Við erum því virkilega sáttir við að vinna og komast áfram í bikarnum.“ „Við vorum að mörgu leyti heppnir. Þeir fóru illa með nokkur færi sem hefur verið saga þeirra í deildinni í vetur og það voru ekki nógu margir að stíga upp í sóknarleiknum okkar í kvöld. En ég var mjög ánægður með baráttuna og viljann í liðinu enda vissi ég að það væri nauðsynlegt til að vinna sigur hér í kvöld.“ Hann segir mikilvægt fyrir FH að komast áfram í bikarnum enda vilji allir komast í „Final Four“ - úrslitahelgina í Laugardalshöllinni þar sem undanúrslitin og úrslitin fara fram. „Þetta er frábært fyrirkomulag á keppninni og það vilja allir taka þátt í því. Þeir sem hafa líka upplifað það að fara í bikarúrslit vilja gera það aftur. Þetta er virkilega skemmtileg keppni.“Sigurður Örn Þorsteinsson reynir skot að marki FH í kvöld.vísir/stefánGarðar: Ætluðum að vinna fjórða leikinn í röð Garðar B. Sigurjónsson, fyrirliði Fram, segir að það hafi reynst liðinu dýrkeypt að fara illa með þau færi sem liðið náði að skapa sér undir lok leiksins. „Við börðumst vel en það dugði ekki í lokin. Við klúðruðum allt of mörgum dauðafærum - ég klúðraði víti og hraðaupphlaupi í lokin sem hefði getað komið okkur í góða stöðu. Við vorum samt inni í þessum leik allan tíman,“ sagði Garðar. „Þetta er í raun alveg ömurlegt því það er góður karakter í liðinu og við börðumst vel. En það voru einhver nokkur prósent sem vantaði upp á,“ bætti hann við. „Við ætluðum að taka fjórða sigurinn í röð hér í kvöld og halda okkur á þessari siglingu sem við vorum komnir á. Við erum svo sem enn þá með vindinn í bakið en ég get engu að síður ekki lýst því nógu vel hversu ótrúlega svekkjandi það er að hafa tapað þessum leik.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira