Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - FH 24-28 | Baráttan dugði ekki til hjá Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Safamýri skrifar 11. desember 2014 17:38 Magnús Óli Magnússon í baráttunni í kvöld. vísir/stefán FH komst í kvöld áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni karla eftir fjögurra marka sigur á Fram í Safamýri. FH-ingar leiddu framan af en Framarar voru aldrei langt undan og vel inni í leiknum þar til á lokamínútunni. Þetta er í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum sem Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH og fyrrverandi þjálfari Fram, hefur betur gegn sínu gamla félagi. Þrátt fyrir að mæta til leiks með hálf lemstraðan leikmannahóp hafa Framarar verið á ágætu skriði að undanförnu og unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni. Þeir mættu sínum gamla þjálfara, Halldór Jóhanni Sigfússyni, nú í þriðja sinn fyrir áramót en FH hafði unnið báða leiki liðanna í deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og þó svo að FH-ingar hafi verið skrefinu framar lengst af var baráttan fín í báðum liðum, sérstaklega í sóknarleiknum sem var oft á tíðum ágætlega útfærður. FH náði tvívegis að komast þremur mörkum í fyrri hálfleiknum en Framarar gáfust þó ekki upp og áttu alltaf svar. Staðan að honum loknum var 14-12, Hafnfirðingum í vil.Benedikt Reynir Kristinsson skorar úr hraðaupphlaupi.vísir/stefánÞað var sama upp á teningnum í síðari hálfleik þó svo að liðin, sérsatklega gestirnir, hafi aðeins náð að þétta varnarleikinn betur. Framarar lentu í nokkru basli í sóknarleiknum en náðu alltaf að klóra sig til baka inn í leikinn. Ásbjörn Friðriksson fór meiddur af velli í liði FH þegar um tíu mínútur voru eftir og við það riðlaðist sóknarleikur Hafnirðinga nokkuð. Framarar náðu þó ekki að færa sér það í nyt, fóru illa með nokkur fín færi og náðu aldrei að brúa bilið. Valtýr Már Hákonarson átti einnig fína innkomu í mark FH undir lokin og varði nokkrum sinnum ágætlega. Þá var Magnús Óli Magnússon öflugur í sóknarleik FH, sérstaklega þegar þess var þörf. Daníel Matthíasson átti einnig fína innkomu í seinni hálfleikinn. Það vantaði ekkert upp á baráttuna hjá Fram en þeir voru oft sjálfum sér verstir, sem er ef til vill saga þeirra bláu í vetur. Þeir hafa verið óheppnir með meiðsli í vetur en náð að tjasla saman baráttuglöðu liði sem virðist á sínum besta degi líklegt til að valda hvaða liði sem er usla. En í dag reyndust FH-ingar sterkari og halda Hafnfirðingar áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar með bros á vör.Halldór Jóhann vann sína gömlu félaga.vísir/stefánHalldór Jóhann: Allir vilja komast í höllina Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, kann vel við sig í Safamýrinni en hann vann í kvöld sinn annan sigur þar á tímabilinu. „Hér átti ég mörg frábær ár og mér líður alltaf vel þegar ég kem aftur hingað,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn en Halldór Jóhann fór frá Fram yfir í FH í sumar. „Þetta er svolítið eins og að koma heim til sín og hitta alla gömlu félagana. Hér líður mér vel.“ Hann segir að það hafi verið mörg lítil atriði sem hafi skilið á milli liðanna í kvöld. „Magnús Óli var smá „x-faktor“ fyrir okkur og við unnum svo boltann í vörninni nokkrum sinnum í lokin sem reyndist dýrmætt.“ „Varnarleikurinn okkar á kafla í seinni hálfleik var líka fínn en við vorum oft klaufar á lokamínútum í sókninni, sérstaklega eftir að Ási [Ásbjörn Friðriksson] dettur út. Þá kom smá hik á okkur og við misstum aðeins hausinn.“ „Fram er engu að síður afar erfiður andstæðingur. Þetta eru ungir og viljugir strákar og við vissum að það yrði mjög erfitt að koma hingað. Við erum því virkilega sáttir við að vinna og komast áfram í bikarnum.“ „Við vorum að mörgu leyti heppnir. Þeir fóru illa með nokkur færi sem hefur verið saga þeirra í deildinni í vetur og það voru ekki nógu margir að stíga upp í sóknarleiknum okkar í kvöld. En ég var mjög ánægður með baráttuna og viljann í liðinu enda vissi ég að það væri nauðsynlegt til að vinna sigur hér í kvöld.“ Hann segir mikilvægt fyrir FH að komast áfram í bikarnum enda vilji allir komast í „Final Four“ - úrslitahelgina í Laugardalshöllinni þar sem undanúrslitin og úrslitin fara fram. „Þetta er frábært fyrirkomulag á keppninni og það vilja allir taka þátt í því. Þeir sem hafa líka upplifað það að fara í bikarúrslit vilja gera það aftur. Þetta er virkilega skemmtileg keppni.“Sigurður Örn Þorsteinsson reynir skot að marki FH í kvöld.vísir/stefánGarðar: Ætluðum að vinna fjórða leikinn í röð Garðar B. Sigurjónsson, fyrirliði Fram, segir að það hafi reynst liðinu dýrkeypt að fara illa með þau færi sem liðið náði að skapa sér undir lok leiksins. „Við börðumst vel en það dugði ekki í lokin. Við klúðruðum allt of mörgum dauðafærum - ég klúðraði víti og hraðaupphlaupi í lokin sem hefði getað komið okkur í góða stöðu. Við vorum samt inni í þessum leik allan tíman,“ sagði Garðar. „Þetta er í raun alveg ömurlegt því það er góður karakter í liðinu og við börðumst vel. En það voru einhver nokkur prósent sem vantaði upp á,“ bætti hann við. „Við ætluðum að taka fjórða sigurinn í röð hér í kvöld og halda okkur á þessari siglingu sem við vorum komnir á. Við erum svo sem enn þá með vindinn í bakið en ég get engu að síður ekki lýst því nógu vel hversu ótrúlega svekkjandi það er að hafa tapað þessum leik.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
FH komst í kvöld áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni karla eftir fjögurra marka sigur á Fram í Safamýri. FH-ingar leiddu framan af en Framarar voru aldrei langt undan og vel inni í leiknum þar til á lokamínútunni. Þetta er í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum sem Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH og fyrrverandi þjálfari Fram, hefur betur gegn sínu gamla félagi. Þrátt fyrir að mæta til leiks með hálf lemstraðan leikmannahóp hafa Framarar verið á ágætu skriði að undanförnu og unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni. Þeir mættu sínum gamla þjálfara, Halldór Jóhanni Sigfússyni, nú í þriðja sinn fyrir áramót en FH hafði unnið báða leiki liðanna í deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og þó svo að FH-ingar hafi verið skrefinu framar lengst af var baráttan fín í báðum liðum, sérstaklega í sóknarleiknum sem var oft á tíðum ágætlega útfærður. FH náði tvívegis að komast þremur mörkum í fyrri hálfleiknum en Framarar gáfust þó ekki upp og áttu alltaf svar. Staðan að honum loknum var 14-12, Hafnfirðingum í vil.Benedikt Reynir Kristinsson skorar úr hraðaupphlaupi.vísir/stefánÞað var sama upp á teningnum í síðari hálfleik þó svo að liðin, sérsatklega gestirnir, hafi aðeins náð að þétta varnarleikinn betur. Framarar lentu í nokkru basli í sóknarleiknum en náðu alltaf að klóra sig til baka inn í leikinn. Ásbjörn Friðriksson fór meiddur af velli í liði FH þegar um tíu mínútur voru eftir og við það riðlaðist sóknarleikur Hafnirðinga nokkuð. Framarar náðu þó ekki að færa sér það í nyt, fóru illa með nokkur fín færi og náðu aldrei að brúa bilið. Valtýr Már Hákonarson átti einnig fína innkomu í mark FH undir lokin og varði nokkrum sinnum ágætlega. Þá var Magnús Óli Magnússon öflugur í sóknarleik FH, sérstaklega þegar þess var þörf. Daníel Matthíasson átti einnig fína innkomu í seinni hálfleikinn. Það vantaði ekkert upp á baráttuna hjá Fram en þeir voru oft sjálfum sér verstir, sem er ef til vill saga þeirra bláu í vetur. Þeir hafa verið óheppnir með meiðsli í vetur en náð að tjasla saman baráttuglöðu liði sem virðist á sínum besta degi líklegt til að valda hvaða liði sem er usla. En í dag reyndust FH-ingar sterkari og halda Hafnfirðingar áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar með bros á vör.Halldór Jóhann vann sína gömlu félaga.vísir/stefánHalldór Jóhann: Allir vilja komast í höllina Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, kann vel við sig í Safamýrinni en hann vann í kvöld sinn annan sigur þar á tímabilinu. „Hér átti ég mörg frábær ár og mér líður alltaf vel þegar ég kem aftur hingað,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn en Halldór Jóhann fór frá Fram yfir í FH í sumar. „Þetta er svolítið eins og að koma heim til sín og hitta alla gömlu félagana. Hér líður mér vel.“ Hann segir að það hafi verið mörg lítil atriði sem hafi skilið á milli liðanna í kvöld. „Magnús Óli var smá „x-faktor“ fyrir okkur og við unnum svo boltann í vörninni nokkrum sinnum í lokin sem reyndist dýrmætt.“ „Varnarleikurinn okkar á kafla í seinni hálfleik var líka fínn en við vorum oft klaufar á lokamínútum í sókninni, sérstaklega eftir að Ási [Ásbjörn Friðriksson] dettur út. Þá kom smá hik á okkur og við misstum aðeins hausinn.“ „Fram er engu að síður afar erfiður andstæðingur. Þetta eru ungir og viljugir strákar og við vissum að það yrði mjög erfitt að koma hingað. Við erum því virkilega sáttir við að vinna og komast áfram í bikarnum.“ „Við vorum að mörgu leyti heppnir. Þeir fóru illa með nokkur færi sem hefur verið saga þeirra í deildinni í vetur og það voru ekki nógu margir að stíga upp í sóknarleiknum okkar í kvöld. En ég var mjög ánægður með baráttuna og viljann í liðinu enda vissi ég að það væri nauðsynlegt til að vinna sigur hér í kvöld.“ Hann segir mikilvægt fyrir FH að komast áfram í bikarnum enda vilji allir komast í „Final Four“ - úrslitahelgina í Laugardalshöllinni þar sem undanúrslitin og úrslitin fara fram. „Þetta er frábært fyrirkomulag á keppninni og það vilja allir taka þátt í því. Þeir sem hafa líka upplifað það að fara í bikarúrslit vilja gera það aftur. Þetta er virkilega skemmtileg keppni.“Sigurður Örn Þorsteinsson reynir skot að marki FH í kvöld.vísir/stefánGarðar: Ætluðum að vinna fjórða leikinn í röð Garðar B. Sigurjónsson, fyrirliði Fram, segir að það hafi reynst liðinu dýrkeypt að fara illa með þau færi sem liðið náði að skapa sér undir lok leiksins. „Við börðumst vel en það dugði ekki í lokin. Við klúðruðum allt of mörgum dauðafærum - ég klúðraði víti og hraðaupphlaupi í lokin sem hefði getað komið okkur í góða stöðu. Við vorum samt inni í þessum leik allan tíman,“ sagði Garðar. „Þetta er í raun alveg ömurlegt því það er góður karakter í liðinu og við börðumst vel. En það voru einhver nokkur prósent sem vantaði upp á,“ bætti hann við. „Við ætluðum að taka fjórða sigurinn í röð hér í kvöld og halda okkur á þessari siglingu sem við vorum komnir á. Við erum svo sem enn þá með vindinn í bakið en ég get engu að síður ekki lýst því nógu vel hversu ótrúlega svekkjandi það er að hafa tapað þessum leik.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira