Sátu föst í blindbyl í klukkutíma Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2014 23:09 "Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir. Vísir/Loftmyndir Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Veður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir.
Veður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira