Búið að opna Þrengslin og Hellisheiði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2014 17:58 Stórhríðarveður er á Norðurlandi. Vísir/Auðunn Níelsson Búið er að opna fyrir umferð um Þrengslin og á Hellisheiði en hálka og skafrenningur er á báðum leiðum. Þá er varað við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandavegi úr Selvogi og upp Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Hálka og skafrenningur er á Mosfellsheiði og vont færi en óveður og snjóþekja á Lyngdalsheiði. Ófært er um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þungfært er og skafrenningur um Fróðárheiði, annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu og verður staðan metin aftur á morgun 11. des. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs, einnig er staðan metin aftur á morgun 11. des. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur. Þá er verðurhorfur þessar í kvöld og nótt: Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestan til lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður áfram stórhríðarveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smámsaman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlans í nótt og fyrramálið. Veður Tengdar fréttir Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 Flughált á Suðurlandsvegi Tvær rútur hafa farið út af veginum. 10. desember 2014 15:02 Sunnlendingar innilokaðir vegna ófærðar „Ef sjúkrabíll þarf að fara til Reykjavíkur á forgangi þá geri ég ég ráð fyrir að fenginn yrði snjóruðningstæki til að fara á undan bílnum.“ 10. desember 2014 12:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Búið er að opna fyrir umferð um Þrengslin og á Hellisheiði en hálka og skafrenningur er á báðum leiðum. Þá er varað við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandavegi úr Selvogi og upp Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Hálka og skafrenningur er á Mosfellsheiði og vont færi en óveður og snjóþekja á Lyngdalsheiði. Ófært er um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þungfært er og skafrenningur um Fróðárheiði, annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu og verður staðan metin aftur á morgun 11. des. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs, einnig er staðan metin aftur á morgun 11. des. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur. Þá er verðurhorfur þessar í kvöld og nótt: Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestan til lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður áfram stórhríðarveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smámsaman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlans í nótt og fyrramálið.
Veður Tengdar fréttir Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 Flughált á Suðurlandsvegi Tvær rútur hafa farið út af veginum. 10. desember 2014 15:02 Sunnlendingar innilokaðir vegna ófærðar „Ef sjúkrabíll þarf að fara til Reykjavíkur á forgangi þá geri ég ég ráð fyrir að fenginn yrði snjóruðningstæki til að fara á undan bílnum.“ 10. desember 2014 12:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13
Sunnlendingar innilokaðir vegna ófærðar „Ef sjúkrabíll þarf að fara til Reykjavíkur á forgangi þá geri ég ég ráð fyrir að fenginn yrði snjóruðningstæki til að fara á undan bílnum.“ 10. desember 2014 12:52