Úrslitakeppnin í NFL-deildinni klár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2014 08:19 Varnarmenn Seattle fagna eftir að hafa stolið boltanum og skorað snertimark í gærkvöldi. Vísir/Getty Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit NFL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Sjá meira
Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit
NFL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Sjá meira