Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 25-20 | Fram deildabikarmeistari Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 28. desember 2014 11:25 vísir/vilhelm Fram varð Flugfélags-Íslands meistari í handbolta í dag þegar Framstúlkur unnu ríkjandi meistara í Stjörnunni í úrslitaleik. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik, en þegar Fram náði forystunni í fyrri hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Góður kafli um miðbik fyrri hálfleik gerði það að verkum að Stjarnan leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 14-9. Ásta Birna Gunnarsdóttir lék á alls oddi sem og Nadia Bordon í marki Fram. Ásta Birna var eftir leikinn kosinn besti leikmaður úrslitaleiksinsins. Stjarnan byrjaði af miklum krafti og virkuðu öflugar í upphafi leiks. Þær komust meðal annars í 3-1 eftir tvær mínútur, en þá kom gjörsamlega afleitur kafli. Þær komust ekki lönd né strönd gegn sterkri vörn Framara og Fram breyttu stöðunni úr 3-1 í 8-3 sér í vil. Stjarnan skoraði ekki í tólf mínútur, frá þeirri annari til fjórtándu, en þá skoraði Sólveig Lára Kjærnested úr hraðaupphlaupi. Næsta mark úr opnum leik frá annari mínútu kom ekki fyrr en á nítjándu mínútu! Sem betur fer fyrir Stjörnuna spiluðu þær fínan varnarleik og munurinn í fyrri hálfleik varð aldrei meiri en fimm mörk. Staðan svo þegar liðin gengu til búningsherbergja var 14-9, en Ásta Birna Gunnarsdóttir hafði leikið á alls oddi í fyrri hálfleik. Hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Fram og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Í síðari hálfleik var sama uppá teningnum. Fram leiddi með fjórum til sex mörkum og Stjarnan náði aldrei almennilega að ógna þeim. Þær sigldu svo sigrinum nokkuð þæginlega heim, en varnarleikurinn og markvarslan hjá Fram var til fyrirmyndar. Lukkan fylgdi þeim oft á tíðum í sóknarleiknum, en inn á milli komu frábærar sóknir. Lokatölur urðu svo 25-20 og Fram er því FÍ-meistarar árið 2014. Ásta Birna og Elísabet Gunnarsdætur spiluðu stóra rullu í sigrinum, en þær skoruðu báðar sjö mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir var í sérflokki í liði Stjörnunnar, en hún skoraði sjö mörk. Næst kom Sólveig Lára með þrjú mörk.Ásta Birna: Aldrei leiðinlegt að vinna titla „Hörkuvörn var lykillinn að þessum sigri. Það gaf okkur öryggi inn í sóknarleikinn og það markvarslan var góð með frábærri vörn. Það var lykilatriði hér í dag," sagði hornamaðurinn og maður leiksins „Þetta var hörku erfiður leikur allan tímann, en við héldum haus og spiluðum sem góð liðsheild. Það voru allir að gefa frá sér, bæði í vörn og sókn." Varnarleikurinn og markvarsla var afar góð hjá Fram í dag og það lagði grunninn að sigrinum. Nadia Bordon var að verja vel í markinu og 6-0 varnarleikurinn gekk nánast fullkomnlega upp. „Ég myndi segja það. Það er oftast lykillinn og það gekk vel í dag. Við náðum einnig að keyra vel í bakið á þeim og með góðri vörn þá náum við því og það gekk vel í dag." „Það verður aldrei leiðinlegt að vinna titla," sagði hornamaðurinn kát í leikslok.Ragnar: Vantaði baráttu og sigurvilja „Okkar lið var bara frekar slakt í dag. Sóknarleikurinn var hræðilegur og við vorum að sækja inná þeirra sterkustu pósta," sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við vorum ekki að gera mikið af tæknifeilum, en þeir sem við gerðum voru dýrir. Einnig vorum við að skjóta mikið í blokkina hjá þeim og mér fannst vanta hjá okkur að við tókum engin fráköst og þær fengu alltaf annan séns." „Mér fannst heppnast vel að breyta um afbrigði, en þá ná þær að troða eitthverjum klafsboltum inn á línuna sem við eigum alveg sömu möguleika að vinna boltann. Mér fannst Fram-liðið bara langa meira í þetta. Það vantaði bara 10% uppá." „Við byrjum leikinn flott og maður hefði haldið að það myndi koma eitthverju í gang. Þær eru vel rútíneraðar og keyra vel sinn leik. Mér fannst þær vera betur skipulagðar en við og leikstjórnandi þeirra halda betur utan um liðið sitt heldur en við gerðum." „Það voru þrír slæmir kaflar hjá okkur í dag. Úr 3-1 í 8-4 og svo undir lok fyrir hálfleiks og svo um miðbik síðari hálfleiks þar sem mér fannst við kasta inn handklæðinu." „Ég var ánægður með leikinn í gær og ánægður í dag með að síðast fengum við 37 mörk á móti okkur á móti Fram, en bara 25 núna. Við erum með tólf mörk úr hraðaupphlaupum úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju í dag. Ég er mjög ánægður með það, en það vantaði baráttu og sigurvilja," sagði Ragnar í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Fram varð Flugfélags-Íslands meistari í handbolta í dag þegar Framstúlkur unnu ríkjandi meistara í Stjörnunni í úrslitaleik. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik, en þegar Fram náði forystunni í fyrri hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Góður kafli um miðbik fyrri hálfleik gerði það að verkum að Stjarnan leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 14-9. Ásta Birna Gunnarsdóttir lék á alls oddi sem og Nadia Bordon í marki Fram. Ásta Birna var eftir leikinn kosinn besti leikmaður úrslitaleiksinsins. Stjarnan byrjaði af miklum krafti og virkuðu öflugar í upphafi leiks. Þær komust meðal annars í 3-1 eftir tvær mínútur, en þá kom gjörsamlega afleitur kafli. Þær komust ekki lönd né strönd gegn sterkri vörn Framara og Fram breyttu stöðunni úr 3-1 í 8-3 sér í vil. Stjarnan skoraði ekki í tólf mínútur, frá þeirri annari til fjórtándu, en þá skoraði Sólveig Lára Kjærnested úr hraðaupphlaupi. Næsta mark úr opnum leik frá annari mínútu kom ekki fyrr en á nítjándu mínútu! Sem betur fer fyrir Stjörnuna spiluðu þær fínan varnarleik og munurinn í fyrri hálfleik varð aldrei meiri en fimm mörk. Staðan svo þegar liðin gengu til búningsherbergja var 14-9, en Ásta Birna Gunnarsdóttir hafði leikið á alls oddi í fyrri hálfleik. Hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Fram og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Í síðari hálfleik var sama uppá teningnum. Fram leiddi með fjórum til sex mörkum og Stjarnan náði aldrei almennilega að ógna þeim. Þær sigldu svo sigrinum nokkuð þæginlega heim, en varnarleikurinn og markvarslan hjá Fram var til fyrirmyndar. Lukkan fylgdi þeim oft á tíðum í sóknarleiknum, en inn á milli komu frábærar sóknir. Lokatölur urðu svo 25-20 og Fram er því FÍ-meistarar árið 2014. Ásta Birna og Elísabet Gunnarsdætur spiluðu stóra rullu í sigrinum, en þær skoruðu báðar sjö mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir var í sérflokki í liði Stjörnunnar, en hún skoraði sjö mörk. Næst kom Sólveig Lára með þrjú mörk.Ásta Birna: Aldrei leiðinlegt að vinna titla „Hörkuvörn var lykillinn að þessum sigri. Það gaf okkur öryggi inn í sóknarleikinn og það markvarslan var góð með frábærri vörn. Það var lykilatriði hér í dag," sagði hornamaðurinn og maður leiksins „Þetta var hörku erfiður leikur allan tímann, en við héldum haus og spiluðum sem góð liðsheild. Það voru allir að gefa frá sér, bæði í vörn og sókn." Varnarleikurinn og markvarsla var afar góð hjá Fram í dag og það lagði grunninn að sigrinum. Nadia Bordon var að verja vel í markinu og 6-0 varnarleikurinn gekk nánast fullkomnlega upp. „Ég myndi segja það. Það er oftast lykillinn og það gekk vel í dag. Við náðum einnig að keyra vel í bakið á þeim og með góðri vörn þá náum við því og það gekk vel í dag." „Það verður aldrei leiðinlegt að vinna titla," sagði hornamaðurinn kát í leikslok.Ragnar: Vantaði baráttu og sigurvilja „Okkar lið var bara frekar slakt í dag. Sóknarleikurinn var hræðilegur og við vorum að sækja inná þeirra sterkustu pósta," sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við vorum ekki að gera mikið af tæknifeilum, en þeir sem við gerðum voru dýrir. Einnig vorum við að skjóta mikið í blokkina hjá þeim og mér fannst vanta hjá okkur að við tókum engin fráköst og þær fengu alltaf annan séns." „Mér fannst heppnast vel að breyta um afbrigði, en þá ná þær að troða eitthverjum klafsboltum inn á línuna sem við eigum alveg sömu möguleika að vinna boltann. Mér fannst Fram-liðið bara langa meira í þetta. Það vantaði bara 10% uppá." „Við byrjum leikinn flott og maður hefði haldið að það myndi koma eitthverju í gang. Þær eru vel rútíneraðar og keyra vel sinn leik. Mér fannst þær vera betur skipulagðar en við og leikstjórnandi þeirra halda betur utan um liðið sitt heldur en við gerðum." „Það voru þrír slæmir kaflar hjá okkur í dag. Úr 3-1 í 8-4 og svo undir lok fyrir hálfleiks og svo um miðbik síðari hálfleiks þar sem mér fannst við kasta inn handklæðinu." „Ég var ánægður með leikinn í gær og ánægður í dag með að síðast fengum við 37 mörk á móti okkur á móti Fram, en bara 25 núna. Við erum með tólf mörk úr hraðaupphlaupum úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju í dag. Ég er mjög ánægður með það, en það vantaði baráttu og sigurvilja," sagði Ragnar í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira