Að flytja lík, fanga og flugvelli Hjálmtýr Heiðdal skrifar 31. janúar 2014 06:00 Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annaðhvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borgina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annaðhvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borgina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun