Reykjavík, borg tækifæranna Natan Kolbeinsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun