Öqvist: Það var frábært að þjálfa þessa stráka Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2014 07:00 Peter Öqvist er orðaður við sænska landsliðsþjálfarastarfið Vísir/Stefán „Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Svíinn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undankeppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Fréttablaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir undankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þannig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hentar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálfarastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
„Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Svíinn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undankeppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Fréttablaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir undankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þannig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hentar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálfarastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira