Ég er bara normið Vera Vonder Sölvadóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun