Stöðug rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í Evrópu Vilborg Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun