Hver er skelfingin? Gauti Kristmannsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun