Einfarinn sem öllum fannst þeir þekkja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 12:00 "Við setjum oft hugsanir okkar og tilfinningar í sýniglugga en erum um leið kannski að verða meira og meira einmana.“ Vísir/GVA Söngur hrafnanna er leikrit en þó fyrst og fremst hljóðverk um Davíð Stefánsson og samferðamenn hans,“ segir leikskáldið Árni Kristjánsson spurður um efni Söngs hrafnanna. „Verkið er ekki sagnfræðilegt og alls ekki hugsað til að fræða fólk um ævi Davíðs, heldur manneskjuleg og listræn nálgun að því hvaða mann hann hafði að geyma.“ Sögutíminn er ein heimsókn stuttu eftir að Davíð hefur lokið skrifum á Gullna hliðinu og fær þá Pál Ísólfsson og Árna Kristjánsson í heimsókn. „Hann býður þessum vinum sínum heim til þess að hlusta á einkaflutning á leikritinu og les það allt fyrir þá,“ segir Árni. „Árni Kristjánsson, alnafni minn en ekkert skyldur mér, lýsir þessari stund í minningabók um skáldið frá Fagraskógi, sem afi minn gaf reyndar út á sínum tíma.“ Spurður hvað hafi kveikt áhuga hans á að fjalla um Davíð Stefánsson segir Árni það hafa verið ljóðin hans. „Frá því ég las ljóð eftir Davíð í fyrsta sinn hreifst ég af einlægninni í þeim og því leikræna gildi sem í þeim má finna. Það eru svo skýrar sviðsetningar í ljóðunum hans og það sem gerði hann að eins stóru nafni og hann varð var flutningur hans sjálfs á þeim. Fyrir þá sem ekki vita mikið um Davíð má bæta því við að allur hans ferill er ofinn saman við sjálfstæðisvitund Íslendinga. Ég held að ein meginástæðan fyrir því sé að nálgun hans á það að vera manneskja sló einhvern sameiginlegan tón sem fólk þekkti og gat samsamað sig við.“ Annað sem Árni segir hafa vakið forvitni sína þegar hann fór að skoða feril Davíðs er ósamræmið á milli mannsins og skáldsins. „Hann var einfari í eðli sínu og átti það til að loka sig af en hellti út öllum sínum tilfinningum í ljóðunum þannig að fólki fannst það þekkja hann persónulega þótt það hefði aldrei hitt hann. Mér finnst það mjög áhugavert og spegla nútímann vel. Við setjum oft hugsanir okkar og tilfinningar í sýniglugga en erum um leið kannski að verða meira og meira aðskilin.“ Það er Ólafur Darri Ólafsson sem fer með hlutverk Davíðs og Árni segir það vel við hæfi. „Mér finnst passa mjög vel að leikari sem nýbúinn er að kynna sér hlutverk Hamlets stígi inn í hlutverk Davíðs því eins og leikritið er skrifað eiga þeir ýmislegt sameiginlegt.“ Aðrir leikarar í verkinu eru Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, María Pálsdóttir og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir. Um hljóðvinnslu sér Einar Sigurðsson en Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins, leikstýrir. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðar leikstýrir hjá Útvarpsleikhúsinu síðan hann tók við stjórn þess og Árni segir það hafa verið ómetanlega reynslu að fá að vinna með honum. Söngur hrafnanna verður frumfluttur sem hljóðverk í Davíðshúsi á morgun, 1. mars, en þá er 50 ár liðin frá láti Davíðs. Það verður síðan frumflutt á Rás 1 sem páskaleikrit útvarpsins á páskadag. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Söngur hrafnanna er leikrit en þó fyrst og fremst hljóðverk um Davíð Stefánsson og samferðamenn hans,“ segir leikskáldið Árni Kristjánsson spurður um efni Söngs hrafnanna. „Verkið er ekki sagnfræðilegt og alls ekki hugsað til að fræða fólk um ævi Davíðs, heldur manneskjuleg og listræn nálgun að því hvaða mann hann hafði að geyma.“ Sögutíminn er ein heimsókn stuttu eftir að Davíð hefur lokið skrifum á Gullna hliðinu og fær þá Pál Ísólfsson og Árna Kristjánsson í heimsókn. „Hann býður þessum vinum sínum heim til þess að hlusta á einkaflutning á leikritinu og les það allt fyrir þá,“ segir Árni. „Árni Kristjánsson, alnafni minn en ekkert skyldur mér, lýsir þessari stund í minningabók um skáldið frá Fagraskógi, sem afi minn gaf reyndar út á sínum tíma.“ Spurður hvað hafi kveikt áhuga hans á að fjalla um Davíð Stefánsson segir Árni það hafa verið ljóðin hans. „Frá því ég las ljóð eftir Davíð í fyrsta sinn hreifst ég af einlægninni í þeim og því leikræna gildi sem í þeim má finna. Það eru svo skýrar sviðsetningar í ljóðunum hans og það sem gerði hann að eins stóru nafni og hann varð var flutningur hans sjálfs á þeim. Fyrir þá sem ekki vita mikið um Davíð má bæta því við að allur hans ferill er ofinn saman við sjálfstæðisvitund Íslendinga. Ég held að ein meginástæðan fyrir því sé að nálgun hans á það að vera manneskja sló einhvern sameiginlegan tón sem fólk þekkti og gat samsamað sig við.“ Annað sem Árni segir hafa vakið forvitni sína þegar hann fór að skoða feril Davíðs er ósamræmið á milli mannsins og skáldsins. „Hann var einfari í eðli sínu og átti það til að loka sig af en hellti út öllum sínum tilfinningum í ljóðunum þannig að fólki fannst það þekkja hann persónulega þótt það hefði aldrei hitt hann. Mér finnst það mjög áhugavert og spegla nútímann vel. Við setjum oft hugsanir okkar og tilfinningar í sýniglugga en erum um leið kannski að verða meira og meira aðskilin.“ Það er Ólafur Darri Ólafsson sem fer með hlutverk Davíðs og Árni segir það vel við hæfi. „Mér finnst passa mjög vel að leikari sem nýbúinn er að kynna sér hlutverk Hamlets stígi inn í hlutverk Davíðs því eins og leikritið er skrifað eiga þeir ýmislegt sameiginlegt.“ Aðrir leikarar í verkinu eru Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, María Pálsdóttir og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir. Um hljóðvinnslu sér Einar Sigurðsson en Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins, leikstýrir. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðar leikstýrir hjá Útvarpsleikhúsinu síðan hann tók við stjórn þess og Árni segir það hafa verið ómetanlega reynslu að fá að vinna með honum. Söngur hrafnanna verður frumfluttur sem hljóðverk í Davíðshúsi á morgun, 1. mars, en þá er 50 ár liðin frá láti Davíðs. Það verður síðan frumflutt á Rás 1 sem páskaleikrit útvarpsins á páskadag.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira